[go: up one dir, main page]

Valdimar Ásmundsson

stofnandi og ritstjóri Fjallkonunnar

Valdimar Ásmundsson (fullu nafni Jóhann Valdimar Ásmundsson) (10. júlí 185217. apríl 1902) var stofnandi og ritstjóri Fjallkonunnar. Valdimar var kvæntur Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindafrömuði og útgefanda Kvennablaðsins.

Valdimar fæddist að Hvarfi í Bárðardal og ólst upp hjá foreldrum sínum í Þistilfirði. Hann var ekki settur til mennta en stundaði nám upp á eigin spýtur. Milli tvítugs og þrítugs hélt hann til Reykjavíkur og fékkst um hríð við alþýðukennslu þar til hann stofnaði tímaritið Fjallkonuna árið 1884. Annað aðalstarf hans var að búa útgáfu Sigurðar Kristjánssonar á Íslendingasögunum undir prentun og semja vísnaskýringar við sögurnar. Hann samdi einnig bók um íslenskar ritreglur sem brátt varð að alþýðukennslubók síns tíma og var mjög mikið notuð. Valdimar kunni vel þýsku, ensku og frönsku, auk dönsku, en öll þessi tungumál hafði hann kennt sér sjálfur að mestu. Hann var og mætavel að sér í íslensku. Valdimar þýddi Drakúla eftir Bram Stoker sem birtist undir heitinu Makt myrkranna, fyrst í Fjallkonunni[1] en var síðan gefin út á bók árið 1901. Halldór Laxness talar um þýðingu þessa í einni minningarbók sinna.

Valdimar lést eftir tæpa sólarhringslegu úr slagi eða heilameinsemd vart fimmtugur að aldri.

Tilvísanir

breyta

Tengill

breyta
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.