Svörtu hlébarðarnir
Svörtu hlébarðarnir (e: Black Panther Party (BPP), upphaflega Black Panther Party for Self-Defense) voru samtök sem voru stofnuð 15. október árið 1966 í Oakland, Kaliforníu. Stofnendur samtakanna voru Bobby Seale og Huey P. Newton. Hugmyndafræði samtakanna og baráttuaðferðir voru sóttar til Black Power-hreyfingarinnar, hugsuða og aðgerðarsinna á borð við Malcolm X og Stokely Charmichael. Svortu hlébarðarnir voru ein mikilvægasta hreyfingin sem spratt úr hinu Nýja vinstri í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratugnum.
Upphaflegur tilgangur samtakanna var að vakta hverfi blökkumanna til þess að vernda þá gegn lögregluofbeldi í Oakland. Samtökin þróuðust hins vegar í marxískan byltingarhóp og börðust fyrir réttindum allra minnihlutahópa Bandaríkjanna.[1][2][3] Samtökin dreifðust síðar til annarra landa, þar á meðal til Bretlands og Alsír. Ágreiningur á milli Huey P. Newton og Eldridge Cleaver, „upplýsingaráðherra“ samtakanna (e. Minister of Information) BPP, um stjórnskipulag samtakanna leiddi til skiptingu meðlima BPP í tvær fylkingar. Í kjölfar klofningsins fór að halla undan fæti samtakanna og liðu þau formlega undir lok árið 1982.[4]
Saga
breytaBandaríska alríkislögreglan gegn BPP
breytaÁrið 1969 lýsti J. Edgar Hoover, yfirmaður Bandarísku alríkislögreglunnar, BPP sem stærstu ógninni sem stafaði að þjóðaröryggi Bandaríkjanna.[5] Á næstu árum voru samtökin undir stöðugu eftirliti alríkislögreglunnar. Þetta eftirlit fór fram í gegnum COINTELPRO (dregið af skammstöfun fyrir Counter Intelligence Program) aðgerðina sem beindist að ýmsum hópum mótmælenda og aðgerðarsinna. Aðgerðin fól í sér eftirliti og njósnum, en einnig sálfræðilegum hernaði flugumanna sem dreifðu ósætti og úlfúð í röðum róttæklinga, t.d. með því að falsa bréf og skjöl.
Svörtu hlébarðarnir voru eitt helsta skotmark COINTELPRO aðgerðarinnar. Meðal annars voru varaformaður BPP, Fred Hampton, og lífvörður hans voru drepnir í húsleit lögreglu á heimili Hampton 4 desember 1969. Húsleitin var hluti af aðgerð alríkislögreglunnar. Sjálfstæð rannsókn á atburðunum sýndi að lögreglan hafði hleypt af 80 skotum meðan Hampton eða lífvörður hans höfðu aðeins hleypt af einu skoti. Atburðinum var því lýst sem lögregluaftöku án dóms og laga.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Þegar hógværðin reynist gagnlaus: Svörtu hlébarðarnir“. Tíminn. 28. september 1969.
- ↑ Sigurður Ragnarsson (1. ágúst 1971). „Réttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum“. Réttur.
- ↑ „Átta menn handteknir í tengslum við 36 ára gamalt morð á lögreglumanni“. mbl.is. 23. janúar 2007. Sótt 20. nóvember 2020.
- ↑ „Black Panther Party | History, Ideology, & Facts“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 16. nóvember 2020.
- ↑ „Desert Sun 16 July 1969 — California Digital Newspaper Collection“. cdnc.ucr.edu. Sótt 16. nóvember 2020.
- ↑ Mitchell, Robert. „The police raid that killed two Black Panthers, shook Chicago and changed the nation“. Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Sótt 16. nóvember 2020.