[go: up one dir, main page]

Spjall:Rómafólk

Latest comment: fyrir 13 árum by Snæfarinn in topic Færsla Sígauna yfir á Rómafólk

Nútíma orðanotkun í íslensku og fordómar gagnvart minnihlutahópum

breyta

Gott að fá þessa grein, þyrfti að vera ítarlegri og með heimildum, athuga sérstaklega annars vegar tengingar í þýskumælandi heim: Sinti og Roma notað þar en ekki Sígaunar sem þykir skammaryrði. Hins vegar tengingar við enska orðið Gipsy sem er gjarnan þýtt á íslensku líka sem Sígaunar en á að hluta til við um aðrar hópa fólks heldur en Sinti og Roma, sbr síðu á ensku Wikipediunni um Sígauna Mjög áhugavert er líka að sjá hversu mikils misræmis gætir í síðum sem tengjast annað hvort Gypsy eða Zigauner. Þekkir einhver góðar heimildir á íslensku um málið sem eru tíu ára eða yngri? Pjebje 26. febrúar 2008 kl. 11:48 (UTC)Reply

Heiti á þjóðflokkum og þjóðarbrotum fara stundum eftir tísku og því ekki nein ástæða að hlaupa eftir því! Dæmi: Gyðingar=Júðar, Lappar=Samar, Sígaunar=Rómanar/Rómanir og Negrar=Bölukkumenn=Blámenn, Indíanar=Frumbyggjar BNA o.s.frv. Förum varlega í rétthugsuninni!! Thvj 26. febrúar 2008 kl. 11:56 (UTC)Reply
Sæll, sammála í því að hlaupa ekki eftir hvaða straumi sem er efstur á bógi hverju sinni en mikilvægt að fram komi að til eru yfirlýsingar frá þessum minnihlutahópum um hvernig þeir vilja vera nefndir. Pjebje 26. febrúar 2008 kl. 12:00 (UTC)Reply
Skoðanir minnihlutahópa eru einmitt bara skoðanir fámennara hópa og hafa því líklega ekki mikil áhrif á hvaða orð verða algengust, sem eru síðan notuð sem greinarheiti í wikipedia. Hins vegar ætti að nefna ef slíkir hópar telji einhver orð óviðurkvæmileg og mælast til að önnur séu notuð í staðinn! Thvj 26. febrúar 2008 kl. 17:38 (UTC)Reply
Pjubje hefur rétt fyrir sér að sígauni sé í dag ekki í samræmi við pólitískan rétttrúnað í þýskumælandi löndum. Áhugavert er hinsvegar að það eru fyrst og fremst þeir sígaunar, sem hvorki eru Sinti né Roma (en tilheyra öðrum ættbálkum Sígauna) sem mótmæla og vilja ekki vera taldir Sinti og Roma. Sígaunar og "Sinti og Roma" eru ekki samnefni. Koettur 27. apríl 2008 kl. 13:57 (UTC)Reply

Færsla Sígauna yfir á Rómafólk

breyta

En nú er Rómafólk ekki viðtekið heiti á íslensku heldur sígaunar ...? Orðabók nefnir ekki að sígaunar sé niðrandi og nefnir ekki Rómafólk.Snæfarinn 7. september 2011 kl. 11:47 (UTC)Reply

Lesa má á wikipedíunni á öðrum tungumálum að orðin „gypsy“ og „zigeuner“ eru meiðandi og því ekki notuð lengur. Thvj 7. september 2011 kl. 11:22 (UTC)Reply
Já, ég veit, en sú breyting hefur ekki orðið á íslensku máli, allavega hefur hún ekki ratað í orðabækur. En ég amast svo sem ekki meir við þessu, það skiptir ekki öllu máli fyrst sígauni leiðir hingað. Snæfarinn 7. september 2011 kl. 11:47 (UTC)Reply
Ég hef lítið meira til málnna að leggja annað en að benda á umræðuna um orðið „júða“ í greininni gyðingdómur. Thvj 7. september 2011 kl. 11:54 (UTC)Reply
Mér þykir þú hafa svolítið sérstaka máltilfinningu og það er leitt að það hafi lagst svo illa í þig að orðið „júði“ skuli ekki vera inni um hríð. En ég læt kyrrt liggja, sennilega skynjar meirihluti fólks orðin "sígauni" og "júði" hvort með sínu móti og öðruvísi en þú en þetta er svo sem ekki alrangt hjá þér.Snæfarinn 7. september 2011 kl. 12:16 (UTC)Reply
Mín máltilfinnig er almenn fyrir fólk á mínu aldri að ég held. Það eina sem fer fyrir brjóstið á mér er ef menn eru að ritskoða burt góð íslensk orð af röngum ástæðum, eins og gerðist í tilvikinu, sem þú nefndir. Cessator fann lausn, sem ég er sáttur við (sjá spjall), en þú hefur enn ekki tjáð þig um það, en munt vonandi gera það innan tíðar. - Skrýtið, annars ef hætt væra að nota orðið „sígauni“ alls staðar nema á Íslandi, en orðið „júði“ er notað alls staðar nema á Íslandi ;) Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Thvj (spjall | framlög) 7. september 2011 kl. 13:30 (UTC)Reply
Lausn Cessators var mjög fín og ég er sáttur við hana, gott ef ég hafði ekki nefnt svipaða leið áður. Já, það er mjög skrýtið hvernig sum orð verða bannorð í einstökum tungumálum og önnur ekki. Ég held hinsvegar að einhver fótur sé fyrir því að orðið sígauni sé á þessari leið sem þú segir þótt það sé nýskeð og málvitund mín segi annað og geri þess vegna ekki frekari athugasemdir. Snæfarinn 7. september 2011 kl. 16:56 (UTC)Reply

Þaþ sdenst ekki aþ þetta fólk sje "firrum" kadlaðir sígaunar. orðið sígauni er í fudlri notkun. það var tildæmis bara í gær frjett um þá í mögganum þar sem þeir voru svo nemdir. jeg mundi meira að seija seija að í dag sjeu þeir ofdar nemdir sígaunar en rómanir. það er ennfremur ekki rjett að það sje nokkur skapaður hlutur niðrandi við orðið sígauni. bara samfilkinqarfólk mundi halda slíku framm.

Fara aftur á síðuna „Rómafólk“.