Skúli Guðmundsson
íslenskur frjálsíþróttamaður
Skúli Guðmundsson (25. mars 1924 Reykjavík – 22. janúar 2002 Reykjavík) var íslenskur frjálsíþróttamaður sem keppti fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur og Københavns Idræts Forening í Danmörku. Hann setti íslandsmet í Kaupmannahöfn í Hástökki 30. júlí 1950 sem stóð í tíu ár (1,97 metra). Hann keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótsmet 1946 i Ósló og lenti þar í 7. sæti - stökk 1,90 metra. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1943 og gegndi embætti forseta Framtíðarinnar, nemendafélags MR, ári áður[1].
Tilvísanir
breyta- ↑ „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.
Tenglar
breyta- Skúli Guðmundsson - Upplýsingar úr afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands Geymt 18 mars 2012 í Wayback Machine
- Grein - SKÚLI GUÐMUNDSSON - mbl.is
Fyrirrennari: Björn Th. Björnsson |
|
Eftirmaður: Andrés Andrésson |