[go: up one dir, main page]

Silfurský (eða lýsandi næturský) eru ský ofan veðrahvolfs í 75-80 km hæð. Þau eru bláhvít, örþunn ský sem minna á slæður. Silfurský þekja heimskautasvæðin á sumrin en sjást aðeins að næturlagi þegar birtuskilyrði nætursólar afhjúpa þau. Ský þessi voru fyrst nefnd á prenti 8. júní 1885 en fyrir þann tíma var talið að skýin væru fylgifiskur eldgosa.[1]

Silfurský
Silfurský í Soomaa-þjóðgarðinum, Eistlandi
Silfurský í Soomaa-þjóðgarðinum, Eistlandi
SkammstöfunSs
Hæð75.000-80.000 m
Gerð skýjaAnnað
Útlitbláhvít örþunn ský sem minna á slæður
Úrkomanei

Myndun

breyta

Silfurský myndast úr ískristöllum með hitastigið 99-123 gráður á celsíus. Ískristallar silfurskýja mynda utan um sig hlífðarhjúp úr málmi vegna hitastigsins. Fyrir vikið endurkasta silfurský radargeislum.[2] Þau skína eftir að sólin hefur sest og eru stundum kölluð lýsandi næturský. Hitastig og magn vatnsgufu stjórnar því hvenær skýin myndast. Hnattrænar bylgjur í efri lögum himinhvolfsins hafa áhrif á ásýnd skýjanna staðbundið. Skýin eru jafnframt mismunandi eftir árstíðum. Silfurský eru rannsökuð í AIM gervihnatta verkefni NASA.[3] Verkefnið hófst þegar gervihnetti var skotið á loft yfir Kyrrahafinu þann 25. apríl 2007.[4]

Útblástur geimskutlu, sem er 97% vatn getur færst yfir á heimskautasvæðin á innan við einum degi og myndað silfurský.[5][6]

Uppgvötvun

breyta

Silfurský voru uppgötvuð þann 8. júní 1885.[1] Vísindamenn töldu að skýin væru fylgifiskur eldgossins á Krakatá, tveimur árum fyrr. Kenningar þess tíma voru að skýin mynduðust annaðhvort með vatnsgufu eða ösku sem eldfjallið hafði spúið í himingeiminn.[7] Tvær kenningar í byrjun 20. aldar skilgreindu grundvöll skýjanna. Ein þeirra var kenning Wegener frá 1912 um að skýin væri gerð úr vatni og ís. Hin kenningin var sönnun Malzev frá árinu 1926 um að skýin væru ekki eingöngu mynduð vegna eldgosa.[8]

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Silfurský - lýsandi ský á næturhimni Veðurstofa Íslands Skoðað þann 16. september 2010
  2. Caltech Scientist Proposes Explanation for Puzzling Property of Night-Shining Clouds at the Edge of Space Geymt 16 janúar 2011 í Wayback Machine California Institute of Technology Skoðað þann 16. september 2010
  3. NASA's AIM Satellite and Models are Unlocking the Secrets of Mysterious "Night-Shining" Clouds Geymt 24 nóvember 2010 í Wayback Machine (12.15.09) NASA Skoðað þann 16. september 2010
  4. NASA's AIM Mission Soars to the Edge of Space NASA Skoðað þann 16. september 2010
  5. Study Finds Space Shuttle Exhaust Creates Night-Shining Clouds Geymt 19 janúar 2011 í Wayback Machine Rannsóknarstöð Bandaríska hersins Skoðað þann 16. september 2010
  6. Study finds Space shuttle exhaust creates night-shining clouds Geymt 27 nóvember 2016 í Wayback Machine NASA Skoðað þann 16. september 2010
  7. Noctilucent clouds Geymt 4 febrúar 2013 í Wayback Machine Rannsóknastofa Ástralíu á suðurheimskautinu Skoðað þann 16. september 2010
  8. Noctilucent Clouds Háskólinn í Albany Skoðað þann 16. september 2010
   Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.