[go: up one dir, main page]

Sigurður Jónsson í Ystafelli

Sjá aðgreiningarsíðu fyrir aðra einstaklinga sem heita Sigurður Jónsson.

Sigurður Jónsson í Ystafelli (f. á Litluströnd við Mývatn 28. janúar 1852, d. 16. janúar 1926) var íslenskur bóndi, stjórnmálamaður og atvinnumálaráðherra 1917-1920 fyrir Framsóknarflokkinn.

Sigurður var sonur Jóns Árnasonar bónda á Skútustöðum og konu hans Þuríðar Helgadóttur, en ólst upp í Ystafelli í Köldukinn hjá ekkjunni Guðbjörgu Aradóttur og tók við búi hennar 1889. Hann var bóndi í Ystafelli til 1917 og stundaði einnig kennslu á yngri árum. Hann var einn af helstu forgöngumönnum samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og var Samband íslenskra samvinnufélaga stofnað á fundi á Ystafelli 20. febrúar 1902.

Sigurður var kjörinn alþingismaður 1916 á vegum Óháðra bænda en kom að stofnun Framsóknarflokksins þann 16. desember 1916. Hann var fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins.

Sigurður hætti búskap í Ystafelli þegar hann varð ráðherra og fluttist til Reykjavíkur en flutti aftur að Ystafelli þegar hann lét af embætti 1920 og átti heima þar til æviloka. Kona hans var Kristbjörg Marteinsdóttir. Ævisaga hans, Sigurður í Ystafelli og samtíðarmenn, eftir Jón Sigurðsson, kom út árið 1965.

Tengill

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.