Sólheimajökull
Sólheimajökull er skriðjökull í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Hann er 8-11 km langur (samkvæmt mismunandi heimildum)[1] og 1-2 km breiður. Út frá jöklinum kemur Jökulsá á Sólheimasandi sem hefur stundum verið kölluð Fúlakvísl vegna brennisteinsfnyks. Síðast hljóp jökullinn fram á tíunda áratugi 20. aldar en hann hefur gengið mikið fram á síðustu öldum. Lengst náði jökullinn fram í upphafi 19. aldar. Mest hopaði jökullinn 1930-64 (u.þ.b. 900 m). Fyrrum stíflaði jökullinn þverdali og þar mynduðust jökullón. Stærst var lónið í Jökulsárgili á milli Hvítmögu og Skógarfjalls og hlaup voru tíð. Þau voru hættuleg ferðamönnum og stóðu stundum í marga daga.
Gæta þarf varúðar næst jöklinum, því þar myndast stundum kviksandur. [2]
François Hollande, forseti Frakklands fór að jöklinum árið 2015 í tengslum við loftlagsráðstefnu sem haldin var sama ár.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Jökulalda framan við Sólheimajökul Skemman. Lokaverkefni. Skoðað 31. janúar 2016.
- ↑ Sólheimajökull Geymt 16 mars 2016 í Wayback Machine Nat.is. Skoðað 31. janúar, 2016.
- ↑ Frakklandsforseti við Sólheimajökul Mbl.is. Skoðað 31. janúar, 2016.