[go: up one dir, main page]

Posi er tæki sem notað er til að taka á móti greiðslum í rafrænu formi. Yfirleitt finnast posar við kassa í verslunum, á veitingahúsum og á skemmtistöðum. Helsta tegund posa tekur á móti greiðslum með debet- og kreditkorti, en nýrri posakerfi geta líka tekið á móti símgreiðslum. Í upphafi var segulrandarkortum rennt í gegnum posa og upplýsingarnar af þeim lesnar inn í tölvu. Við innleiðslu PIN-númera lesa margir posar upplýsingar af flís á snjallkortinu. Nýjung í posakerfum er snertilaus greiðsla, þar sem viðskiptavinur getur greitt með því að snerta kortinu sínu eða farsímann á lesarann. Oftast er þessi þjónusta takmörkuð lágum upphæðum vegna öryggis.

Posakerfi á veitingahúsi

Orðið posakerfi á ekki bara við kortalesara en líka kassakerfi, það er að segja forrit og annan búnað sem notast við meðhöndlun færslna. Dæmi um annan búnað sem notast ásamt posakerfum eru strikamerkjalesarar og peningaskúffur. Yfirleitt eru venjulegar borðtölvur notaðar sem posar, en þeim má vera breytt til að mæta þörfum rekstraraðilans. Í dag er posakerfi byggð á spjaldtölvum eða lófatölvum líka að finna.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.