Pétur Guðmundsson
Pétur Karl Guðmundsson, fæddur 30. október 1958 í Reykjavík, var fyrsti íslenski körfuknattleiksmaðurinn til að ganga til liðs við NBA lið. Það var árið 1981 sem hann var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins og samdi í kjölfarið við Portland Trail Blazers. Seinna lék hann með Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs.
Pétur Guðmundsson | ||
Petur Gudmundsson River Plate.jpg | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Pétur Karl Guðmundsson | |
Fæðingardagur | 30. október 1958 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 2.18m | |
Háskólaferill | ||
1977–1980 | Washington | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1980 1980–1981 1981–1982 1982–1984 1984–1985 1985–1986 1986 1985–1986 1987–1989 1989–1990 1990 1990–1992 1992 1992–1993 |
River Plate Valur Blazers ÍR Sunderland Tampa Bay Thrillers KC Sizzlers Los Angeles Lakers San Antonio Spurs SF Skyforce NH Skyhawks Tindastóll SF Skyforce Breiðablik | |
Landsliðsferill2 | ||
Ár | Lið | Leikir |
1978-1992 | Ísland | 53 |
Þjálfaraferill | ||
1984 2000 2001–2002 2002 |
ÍR Valur/Fjölnir Kongsberg Þór Akureyri | |
1 Meistaraflokksferill |
Pétur, sem er 218 cm hár, var einnig atvinnumaður í Argentínu í stuttan tíma og einnig í Englandi.
Á Íslandi lék hann með Val, ÍR, Tindastóli og Breiðabliki, skoraði að meðaltali 21,7 stig í 82 leikjum. Hann lék 53 A-landsleiki, en megnið af sínum ferli var hann útilokaður frá landsliðinu samkvæmt reglum FIBA, rétt eins og aðrir atvinnumenn í íþróttinni.
Í byrjun árs 2001 var Pétur kjörinn leikmaður 20. aldarinnar í karlaflokki, og um leið leikmaður í liði aldarinnar. Pétur var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2015.
Heimildir
breyta- Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001
- KKÍ.is