[go: up one dir, main page]

Mersey er fljót í norðvestur-Englandi. Uppruni þess er þar sem Tame- og Goyt-fljót renna saman við Stockport. Ósar þess eru við Liverpool þar sem hún tæmist í Liverpool-flóa. Í dægurmenningu var talað um Merseybeat þ.e. tónlist úr Liverpool eftir miðja 20. öld (Bítlarnir voru frægastir úr þeirri senu).

Mersey við Liverpool.

Mersey myndaði sögulega landamörk Lancashire og Cheshire.