[go: up one dir, main page]

Máxima Hollandsdrottning

(Endurbeint frá Máxima Hollandsprinsessa)

Máxima Hollandsdrottning (Máxima Zorreguieta Cerruti) (f.17. maí 1971) er eiginkona Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs. Hún varð drottning Hollands 30. apríl 2013, þegar Beatrix drottning, móðir Vilhjálms, sagði af sér og Vilhjálmur tók við.

Máxima Hollandsprinsessa

Fjölskylda

breyta

Máxima er frá Argentínu. Hún er hagfræðingur að mennt og hafði starfað um árabil hjá alþjóðlegum fjárfestingafyrirtækjum. Þann 2. febrúar 2002 giftist hún Vilhjálmi og varð fyrir vikið krónprinsessa Hollands. Val Vilhjálms á eiginkonu var umdeilt þar sem upp komst að faðir Maximu hafði verið ráðherra í stjórnartíð forsetans Jorge Rafael Videla, einræðisherra. Seinna kom svo í ljós að faðir Maximu hefði engan þátt átt í hroðaverkunum sem fram fóru í tíð stjórnar Videla. Hún nýtur nú vinsælda í Hollandi.

Maxima og Vilhjálmur Alexander eiga þrjár dætur:

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.