Lystigarður Akureyrar
Lystigarður Akureyrar er skrúðgarður sem stofnaður var árið 1912 að frumkvæði danskrar konu að nafni Anna Katharine Schiöth, og síðan stjórnað af tengdadóttur hennar, Margrethe Schiöth.
1954 til 1970 var Jón Rögnvaldsson, frumkvöðull í garðyrkju og skógrækt, forstöðumaður garðsins.
Árið 1972 voru í grasagarði Lystigarðsins samtals um 2511 tegundir og afbrigði, þar af 442 íslenskar tegundir og slæðingar.