[go: up one dir, main page]

Kristur er íslenskun á gríska orðinu Khristos, sem þýðir „smurður“. Gríska orðið Khristos (hinn smurði) er bókstafleg þýðing á hebreska hugtakinu „mashiach“ sem á íslensku er „messías“. Kristin trú er nefnd eftir hugtakinu Kristur en kristnir menn telja Jesú frá Nasaret hafa verið Krist. Samkvæmt kenningum gyðingdóms er Kristur enn ókominn.

Frelsarinn Kristur (Pantokrator), íkon frá Klaustri heilagrar Katarínu á Sínaískaga, frá 6 öld

Kristur er alltaf skrifað með stórum upphafsstaf í bókstaflegri þýðingu Hinn smurði. Í þýðingum Nýja testamentisins eru grísku orðin Iesous Khristos og samsvarandi orðalag næstum alltaf þýtt sem Jesús Kristur sem veldur því að margir halda að Kristur hafi verið hluti af nafni Jesú frá Nasaret. Í upphafi Íslandsbyggðar var Kristur oftast nefndur Hvíti Kristur eða Hvítakristur.