[go: up one dir, main page]

Ruhollah Khomeini

Íranskur trúarleiðtogi og stjórnmálamaður (1902-1989)
(Endurbeint frá Khomeini)

Ruhollah Mostafavi Moosavi Khomeini (persneska روح‌الله خمینی‎; 24. september 19023. júní 1989) var íranskur trúarleiðtogi og leiðtogi írönsku byltingarinnar 1979 þar sem Íranskeisara, Múhameð Resa Pahlavi, var steypt af stóli. Eftir byltinguna varð Khomeini æðsti leiðtogi Írans þar til hann lést. Khomeini var líka þekktur sem æðstiklerkur Írans. Stuðningsmenn hans kalla hann ímam Khomeini, en aðrir titla hann oft ayatollah sem vísar til háttsettra sjíaklerka í tólfungaútgáfu sjía íslam.

Khomeini

Khomeini varð æðstiklerkur (marja'') eftir lát Seyyed Husayn Borujerdi árið 1963. Klerkastéttin hafði þá lengi verið í vörn gagnvart veraldlegri stjórn Rezā Shāh. Khomeini hafnaði „hvítu byltingu“ keisarans, röð umbóta að vestrænni fyrirmynd. Vegna mótmælanna var Khomeini handtekinn um stutt skeið og síðan rekinn í útlegð. Lengst af bjó hann í Nadjaf í Írak. Hann kynti undir vaxandi andstöðu við stjórn keisarans. Eftir lát umbótasinnans Ali Shariati 1977 varð Khomeini óskoraður leiðtogi andspyrnunnar. Eftir flótta keisarans til Egyptalands í janúar 1979 sneri Khomeini aftur til Írans sem andlegur leiðtogi byltingarinnar. Hann barðist gegn bráðabirgðastjórn Shapour Bakhtiar og tók öll völd í febrúar. Í lok mars lýsti hann yfir stofnun íslamsks lýðveldis í Íran. Ný stjórnarskrá gerði hann að æðsta leiðtoga og stofnaði tólf manna klerkaráð með neitunarvald þar sem lög stangast á við íslam.


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Æðsti leiðtogi Írans
(3. desember 19793. júní 1989)
Eftirmaður:
Ali Khamenei


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.