[go: up one dir, main page]

Kenning og sáttmálar

Kenning og sáttmálar er rit í 138 köflum með opinberunum sem Joseph Smith, stofnandi Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, sagðist hafa orðið fyrir.

Joseph Smith
Mormónsbók, sænskt eintak

Samkvæmt boðun Mormóna er Kenning og sáttmálar safn opinberana og innblásinna yfirlýsinga sem gefnar voru fyrir stofnun og stjórn Guðs ríkis á jörðu á síðustu dögum. Þó að flestum köflunum sé beint til meðlima Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, eru þeir einnig ætlaðir öllum utan kirkjunnar líka.

Verkið er eitt af helgiritum Mormóna ásamt Biblíunni, Mormónsbók og Hinni dýrmætu perlu. Kenning og sáttmálar hefur þó sérstöðu vegna þess að hún er ekki þýðing á fornum ritum heldur nýtt rit, sem Guð, samkvæmt trú Mormóna, gaf með útvöldum spámönnum sínum til endurreisnar heilögu verki sínu og til stofnunar Guðs ríkis á jörðu á þessum dögum.

Tilurð

breyta

Þessar opinberanir eiga að hafa fengist sem svar við bæn og snertu eigið líf þeirra sem í hlut áttu. Spámaðurinn og aðstoðarmenn hans leituðu guðlegrar handleiðslu og þessar opinberanir eiga að sýna að þeir fengu hana. Í opinberununum er sýnd endurreisn og afhjúpun fagnaðarerindis Jesú Krists og upphaf þessarar ráðstöfunar í fyllingu tímanna. Í þessum opinberunum er einnig lýst flutning kirkjunnar í vesturátt frá New York og Pennsylvaníu til Ohio, Missouri, Illinois og að lokum til hinna miklu dala Vestur-Ameríku og baráttu hinna heilögu við að byggja upp Síon á jörðu á þessum tímum.

Uppbygging

breyta

Nokkrir fyrstu kaflarnir fjalla um mál varðandi þýðingu og útgáfu Mormónsbókar. Sumir síðari kaflarnir endurspegla verk spámannsins Josephs Smith við innblásna þýðingu á Biblíunni, en margir kaflar fengust meðan á því stóð.

Í opinberununum eru kenningarnar settar fram um:

  • eðli guðdómsins
  • uppruna mannsins
  • raunveruleika Satans
  • tilgang jarðlífsins
  • nauðsyn hlýðni
  • þörfina fyrir iðrun
  • starf hins heilaga anda
  • helgiathafnir og framkvæmdir er varða sáluhjálp
  • örlög jarðarinnar
  • framtíðarástand mannsins eftir upprisuna og dóminn
  • eilíft hjónaband
  • eilíft eðli fjölskyldunnar

Eins um stjórnaruppbyggingu kirkjunnar varðandi:

  • köllun biskupa
  • æðsta forsætisráðið
  • ráð hinna tólf
  • hina sjötíu
  • stofnun annarra embætta og sveita.

Tenglar

breyta