Kalsít
Kalsít eða kalkspat er steind sem finnst í ýmsum myndum. Nafnið dregið af efnasamsetningunni og kleyfninni.
Lýsing
breytaKalsít finnst í mörgum kristalformum og nokkur afbrigði eru til. Þó eru kubb- og skáteningslaga form algengust. Þunnir, plötulaga kristallar finnast í hitasoðnu bergi á gömlum háhitasvæðum.
Kalsít getur verið hvítt eða tært, en einnig finnast gulleit, rauðleit og bleik afbrigði. Kalsít hefur glergljáa.
Silfurberg er tært afbrigði kalsíts.
Það leysist upp í vatni sem inniheldur kolsýru. Freyðir í þynntri saltsýru og er það besta leiðin til þess að greina kalsít.
- Efnasamsetning: CaCO3
- Kristalgerð: trígónal
- Harka: 3
- Eðlisþyngd: 2,7
- Kleyfni: góð á þrjá vegu
Útbreiðsla
breytaKalsít fellur út í vatni óháð hita. Það finnst á nokkrum stöðum á Íslandi og er algengt sem holufylling umhverfis megineldstöðvar. Kalsít var unnið úr námu við Mógilsá í Esju.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2