Jamie Lee Curtis
Jamie Lee Curtis (fædd 22. nóvember, 1958) er bandarísk leikkona og barnabókahöfundur sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Halloween myndunum, A Fish Called Wanda og True Lies.
Jamie Lee Curtis | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | 22. nóvember 1958 |
Ár virk | 1979 - |
Helstu hlutverk | |
Laurie Strode í Halloween myndunum Wanda Gershwitz í A Fish Called Wanda Helen Tasker í True Lies Hannah Miller í Anything But Love |
Einkalíf
breytaCurtis er fædd og uppalin í Los Angeles, Kaliforníu og er af dönskum og ungverskum-gyðinga uppruna. [1] [2]
Foreldrar hennar eru leikararnir Janet Leigh og Tony Curtis. Curtis hefur verið gift leikaranum Christopher Guest síðan 1984 og saman eiga þau tvö börn sem þau ættleiddu.
Curtis stundaði nám í félagsráðgjöf við Háskólann við Pacific í Stockton, Kaliforníu árið 1976. Hætti hún eftir aðeins eina önn til þess að koma leiklistarferli sínum á framfæri.
Curtis er bloggari fyrir Huffington Post vefsíðuna.[3]
Þann 3. september 1998 var Curtis heiðruð með stjörnu á Hollywood Walk of Fame, stjarnan er staðsett við 6600 Hollywood Blvd.
Góðgerða og pólitísk málefni
breytaÍ mars 2012, kom Curtis fram ásamt Martin Sheen og Brad Pitt í uppfærslu Dustin Lance Black á leikritinu 8 sem fjallar um hjónabönd samkynhneigða. Sýningin var haldin við Wilshire Ebell Theatre og var sýnd á Youtube til að safna fjárframlögum fyrir samtökin American Foundation for Equal Rights. [4][5]
Curtis var heiðursgestur á fjáröflunarsamkomu árið 2003 fyrir Women in Recovery, Inc. samtökin sem hjálpa konum í neyð. Hefur hún einnig unnið mikið fyrir Children Affected by AIDS Foundation þar sem hún hefur verið kynnir á Dream Halloween samkomunni í Los Angeles sem haldin er í október á hverju ári.
Ferill
breytaBarnabækur
breytaCurtis hefur skrifað tíu barnabækur sem hún hefur unnið í samstarfi við listamanninn Laura Cornell. Bækurnar eru gefnar út af HarperCollins.[6][7]
- When I Was Little: A Four-Year Old's Memoir of Her Youth, 1993.
- Tell Me Again About The Night I was Born, 1996.
- Today I Feel Silly, and Other Moods That Make My Day, 1998.
- Where Do Balloons Go?: An Uplifting Mystery, 2000.
- I'm Gonna Like Me: Letting Off a Little Self-Esteem, 2002.
- It's Hard to Be Five: Learning How to Work My Control Panel, 2004.
- Is There Really a Human Race?, 2006.
- Big Words for Little People, ISBN 978-0-06-112759-5, 2008.
- My Friend Jay, 2009, stök útgáfa, gefin Jay Leno
- My Mommy Hung the Moon: A Love Story, 2010.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpshlutverk Curtis var árið 1977 í þættinum Quincy M.E.. Hefur hún síðan þá komið fram í þáttum á borð við Columbo, Charlie´s Angels, Buck Rogers in the 25th Century og The Drew Carey Show.
Frá 1977-1978 lék Curtis í þættinum Operation Petticoat þar sem hún lék Lt. Barbara Duran. Árið 1989 var Curtis boðið eitt af aðalhlutverkunum í Anything But Love þar sem hún lék Hannah Miller til ársins 1992. Curtis var með stórt gestahlutverk í NCIS árið 2012, þar sem hún lék Dr. Samantha Ryan.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Curtis var árið 1978 í hryllingsmyndinni Halloween þar sem hún lék Laurie Strode. Myndin varð mjög vinsæl og fékk Curtis titilinn öskurdrottningin. Eftir myndina kom hún fram í hryllingsmyndunum The Fog, Prom Night og Terror Train.
Árið 1981 endurtók Curtis hlutverkið sem Laurie Strode í Halloween II og talaði svo inn á þriðju myndina Halloween III: Season of the Witch sem kom út árið 1982.Curtis endurtók hlutverk sitt aftur árið 1998 sem Laurie Strode í fjórða sinn í myndinni Halloween H20: 20 Years Later og aftur árið 2002 í Halloween: Resurrection.
Hefur Curtis einnig leikið í kvikmyndum á borð við Perfect, Un homme amoureux, A Fish Called Wanda þar sem hún lék á móti John Cleese og Kevin Kline, Forever Young, True Lies, House Arrest, The Tailor of Panama og Freaky Friday.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | ||||
---|---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd | |
1978 | Halloween | Laurie Strode | ||
1980 | The Fog | Elizabeth Solley | ||
1980 | Terror Train | Alana Maxwell | ||
1981 | Escape from New York | Kynnir/Talva | Talaði inn á óskráð á lista | |
1981 | Roadgames | Pamela ´Hitch´ Rushworth | ||
1981 | Halloween II | Laurie Strode | ||
1982 | Halloween III: Season of the Witch | Símadama/Útgöngubann kynnir | Talaði inn á óskráð á lista | |
1983 | Love Letters | Anna Winter | ||
1983 | Trading Places | Ophelia | ||
1984 | Grandview, U.S.A. | Michelle ´Mike´ Cody | ||
1984 | The Adventures of Buckaroo Banzai Across the 8th Dimension | Sandra Banzai – móðir Buckaroo | Senum eytt | |
1985 | Perfect | Jessie | ||
1986 | Welcome Home | ónefnt hlutverk | ||
1987 | Un homme amroueux | Susan Elliott | ||
1987 | Amazing Grace and Chuck | Lynn Taylor | ||
1988 | Dominich and Eugene | Jennifer Reston | ||
1988 | A Fish Called Wanda | Wanda Gershwitz | ||
1989 | Blue Steel | Megan Turner | ||
1991 | Queens Logic | Grace | ||
1991 | My Girl | Shelly DeVoto | ||
1992 | Forever Young | Claire Cooper | ||
1994 | My Girl 2 | Shelly Sultenfuss | ||
1994 | Mother´s Boys | Judith ´Jude´ Madigan | ||
1994 | True Lies | Helen Tasker | ||
1996 | Ellen´s Energy Adventure | Dr. Judy Peterson | óskráð á lista | |
1996 | House Arrest | Janet Beindorf | ||
1997 | Fierce Creatures | Willa Weston | ||
1998 | Homegrown | Sierra Kahan | ||
1998 | Halloween H20: 20 Years Later | Laurie Strode/Keri Tate | ||
1999 | Virus | Kit Foster | ||
2000 | Drowning Mona | Rona Mace | ||
2001 | The Tailor of Panama | Louisa Pendel | ||
2001 | Daddy and Them | Elaine Bowen | ||
2002 | Halloween Resurrection | Laurie Strode | ||
2003 | Freaky Friday | Tess Coleman | ||
2004 | Christmas with the Kranks | Nora Frank | ||
2008 | Beverly Hills Chihuahua | Frænkan Viv | ||
2010 | You Again | Gail | ||
2011 | The Little Engine That Could | Bev | Talaði inn á | |
2011 | Kokuriko-zaka kara | ónefnt hlutverk | Talaði inn á | |
Sjónvarp | ||||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd | |
1977 | Quincy M.E. | Stúlka í búningsherbergi | Þáttur: Visitors in Paradise | |
1977 | The Hardy Boys/Nancy Drew Mysteries | Mary | Þáttur: Mystery of the Fallen Angels | |
1977 | Columbo | Þjónustustúlka | Þáttur: The Bye-Bye Sky High I.Q Murder Case | |
1977-1978 | Operation Petticoat | Lt. Barbar Duran | 23 þættir | |
1978 | Charlie´s Angels | Linda Frye | Þáttur: Winning Is for Losers | |
1978 | The Love Boat | Linda | Þáttur: Till Death Do Us Part-Maybe/Locked Away/Chubs | |
1979 | Buck Rogers in the 25th Century | Jen Burton | Þáttur: Unchained Woman | |
1981 | She´s in the Army Now | Pvt. Rita Jennings | Sjónvarpsmynd | |
1981 | Death of a Centerfold: The Dorothy Stratten Story | Dorothy Stratten | Sjónvarpsmynd | |
1982 | Callahan | Rachel Bartlett | Sjónvarpsmynd | |
1982 | Money on the Side | Michelle Jamison | Sjónvarpsmynd | |
1985 | Tall Tales & Legends | Annie Oakley | Þáttur: Annie Oakley | |
1986 | As Summers Die | Whitsey Loftin | Sjónvarpsmynd | |
1989-1992 | Anything But Love | Hannah Miller | 56 þættir | |
1995 | The Heidi Chronicles | Heidi Holland | Sjónvarpsmynd | |
1996 | The Drew Carey Show | Sioux | Þáttur: Playing a Unified Field | |
1998 | Nicholas´Gift | Maggie Green | Sjónvarpsmynd | |
2000 | Pigs Next Door | Clara | Sjónvarpsmínisería Talaði inn á | |
2012 | NCIS | Dr. Samantha Ryna | 5 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaAcademy of Science of Fiction, Fantasy and Horror Films verðlaunin
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Freaky Friday.
- 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Halloween H20: 20 Years Later.
- 1995: Verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir True Lies.
- 1981: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir Terror Train.
American Comedy verðlaunin
- 1995: Verðlaun sem fyndnasta leikkona í aðalhlutverki fyrir True Lies.
BAFTA verðlaunin
- 1989: Tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir A Fish Called Wanda.
- 1984: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir Trading Places.
Blockbuster Entertainment verðlaunin
- 1999: Tilnefnd sem uppáhalds leikkona í hryllingsmynd fyrir Halloween H20: 20 Years Later.
Cognac Festival du Film Policier verðlaunin
- 1990: Verðlaun sem besta leikkona fyrir Blue Steel.
DVD Exclusive verðlaunin
- 2001: Tilnefnd fyrir bestu teiknimyndapersónuna fyrir Rudolph the Red-Nosed Reindeer & the Island of Misfit Toys.
Genie verðlaunin
- 1981: Tilnefnd sem besta erlenda leikkonan fyrir Prom Night.
Golden Globes verðlaunin
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir Freaky Friday.
- 1996: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir The Heidi Chronicles.
- 1995: Verðlaun sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir True Lies.
- 1992: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja þætti fyrir Anything But Love.
- 1990: Verðlaun sem besta leikkona í gaman/söngleikja þætti fyrir Anything But Love.
- 1989: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir A Fish Called Wanda.
Hasty Pudding Theatricals verðlaunin
- 2000: Verðlaun sem kona ársins.
MTV Movie verðlaunin
- 1995: Tilnefnd sem besta leikkonan fyrir True Lies.
- 1995: Tilnefnd fyrir besta kossinn fyrir True Lies með Arnold Schwarzenegger.
Mystfest verðlaunin
- 1990: Verlaun sem besta leikkonan fyrir Blue Steel.
Óskarsverðlaunin
- 2023: Besta leikkona í aukahlutverki fyrir Everything Everywhere All at Once.
People´s Coice verðlaunin
- 1990: Verðlaun sem uppáhaldsleikkonan í nýrri sjónvarpsseríu.
Primetime Emmy verðlaunin
- 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í míniseríu eða kvikmynd fyrir Nicholas´ Gift.
Satellite verðlaunin
- 2004: Tilnefnd sem besta leikkona í gaman/söngleikja kvikmynd fyrir Freaky Friday.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 1995: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir True Lies.
Tilvísanir
breyta- ↑ There/Hollywood, page 6, 1985, by Janet Leigh
- ↑ „Jamie Lee Curtis Interview: Starring as Herself: Embracing Reality“. Reader's Digest. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. október 2007. Sótt 17. október 2009.
- ↑ „Jamie Lee Curtis Blog“. The Huffington Post. Sótt 17. október 2009.
- ↑ „"8": A Play about the Fight for Marriage Equality“. YouTube. Sótt 17. mars 2012.
- ↑ „YouTube to broadcast Proposition 8 play live“. pinknews.co.uk. Sótt 15. mars 2012.
- ↑ „Books“. Jamie Lee Curtis Books.
- ↑ Children's Books. Harper Collins.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Jamie Lee Curtis“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. nóvember 2012.
- Jamie Lee Curtis á IMDb