Jöns Jakob Berzelius
Jöns Jakob Berzelius (20. ágúst 1779 - 7. ágúst 1848) sænskur efnafræðingur uppgötvaði prótín árið 1838. Hann er ásamt John Dalton og Antoine Lavoisier talinn faðir efnafræði samtíðarinnar.
Hann fæddist í Linköping í Austur-Gotlandi og lærði læknisfræði í Uppsalaháskóla. Árið 1802 hóf hann kennslu og fimm árum síðar var hann tilnefndur prófessor í læknisfræði í Stokkhólmi við skurðlækningaskóla, sem varð hluti af Medico-Chirurgisku stofnuninni árið 1810, sem seinna varð Karólínska stofnunin, en þar varð Jöns Jakob prófessor í efna og lyfjafræði.
Hann sýndi fram á að ólífræn efnasambönd væru samsett úr ólíkum frumefnum í ákveðnum hlutföllum út frá þyngd. Því útbjó hann töflu þar sem frumefnum var raðað út frá þyngd, súrefni gaf hann massann 100. Hann afsannaði kenningu Prouts sem sagði að öll efni væru úr vetni. Hann merkti ýmis efni með bókstöfum t.a.m. súrefni merkti hann O og járn Fe. Hlutföll frumefna í efnasamböndum merkti hann með tölum, svipað og tíðkast í dag, en þær ritaði hann fyrir ofan en ekki neðan tákn frumefnanna.
Ævisaga
breytaJ. Erik Jorpes gaf út ævisögu Jöns Jakobs á sænsku 1949.