Innri-Akraneshreppur
Innri-Akraneshreppur var hreppur í sunnanverðri Borgarfjarðarsýslu, sunnan megin á Akranesi. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 113.
Hreppurinn varð til árið 1885 við skiptingu Akraneshrepps sem ákveðin var í kjölfar þéttbýlismyndunar á Skipaskaga. Kauptúnið þar ásamt næsta nágrenni varð að Ytri-Akraneshreppi og síðar Akraneskaupstað en Innri-Akraneshreppur einkenndist áfram af landbúnaði.
Hinn 1. júní 2006 sameinaðist Innri-Akraneshreppur Skilmannahreppi, Leirár- og Melahreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi undir nafninu Hvalfjarðarsveit.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.