[go: up one dir, main page]

Hellnar er gamalt sjávarþorp eða þéttbýli á Snæfellsnesi vestan við Arnarstapa. Þar var áður ein stærsta verstöð á Snæfellsnesi en einnig nokkur grasbýli og margar þurrabúðir. Á Hellnum hefur sennilega myndast verstöð þegar á miðöldum og er elsta ritaða heimild um sjósókn þaðan frá árinu 1560. Á 17. öld var þar allstórt hverfi sæbýla og í manntalinu frá 1703 voru 194 manns heimilisfastir á Hellnum og voru þar sjö grasbýli, 11 ítaksbýli og 20 þurrabúðir.

Hellnar
Hellnar

Á ströndinni eru fallegar bergmyndanir og þar er bjarg sem skagar fram í sjóinn og heitir Valasnös. Þar í er hellirinn Baðstofa og eru litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Undan hraunjaðrinum sprettur lind sem kölluð er Gvendarbrunnur eða Maríulind. Þar er og Ásgrímssbrunnur, kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829) er hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður runnið vatn.

Hellnar er stutt frá Snæfellsjökulsþjóðgarði og þar er upplýsingastofa um þjóðgarðinn. Á Hellnum er í byggingu þorp með frístundahúsum sem nefnist Plássið undir Jökli en byggingarframkvæmdir við það hafa legið niðri um hríð.

Nálægir staðir

breyta
 
Baðstofa

Heimildir

breyta
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 14. júlí 2010.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.