Helle Thorning-Schmidt
Forsætisráðherra Danmerkur
Helle Thorning-Schmidt (f. 14. desember 1966) er dönsk stjórnmálakona og forsætisráðherra Danmerkur frá 2011 til 2015. Hún varð formaður sósíaldemókrata árið 2005. Hún var fyrsta konan sem gegndi embætti forsætisráðherra í Danmörku.
Helle Thorning-Schmidt | |
---|---|
Forsætisráðherra Danmerkur | |
Í embætti 3. október 2011 – 28. júní 2015 | |
Þjóðhöfðingi | Margrét 2. |
Forveri | Lars Løkke Rasmussen |
Eftirmaður | Lars Løkke Rasmussen |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 14. desember 1966 Kaupmannahöfn, Danmörku |
Þjóðerni | Dönsk |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn |
Maki | Stephen Kinnock (g. 1996) |
Börn | 2 |
Háskóli | Kaupmannahafnarháskóli Evrópuháskólinn |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Thorning-Schmidt sat á Evrópuþinginu fyrir Danmörku frá 1999 til 2004. Hún var kosin á danska þingið í þingkosningum 2005 og skömmu síðar kjörin eftirmaður Mogens Lykketoft sem leiðtogi sósíaldemókrata.
Hún er stjórnmálafræðingur með gráðu í Evrópufræðum frá Evrópuháskólanum.
Fyrirrennari: Lars Løkke Rasmussen |
|
Eftirmaður: Lars Løkke Rasmussen |