[go: up one dir, main page]

Flugmóðurskip er herskip sem er hannað fyrir flugtak og oftast einnig lendingu herflugvéla. Flugmóðurskip virkar þannig eins og fljótandi flugbraut og gerir það mögulegt fyrir sjóher að styðja aðgerðir flughers langt frá höfuðstöðvum. Fyrstu flugmóðurskipin voru litlir viðarprammar sem fluttu mannaða loftbelgi sem voru notaðir til eftirlits úr lofti. Nútímaflugmóðurskip eru hins vegar risastór kjarnorkuknúin skip sem bera tugi flugvéla og þyrla.

Fjögur flugmóðurskip frá síðari hluta 20. aldar.
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.