[go: up one dir, main page]

Forest Whitaker (fæddur Forest Steven Whitaker, 15. júlí 1961) er bandarískur leikari, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Last King of Scotland, Platoon, Bird, Good Morning, Vietnam, The Crying Game og Ghost Dog: The Way of the Samurai.

Forest Whitaker
Forest Whitaker
Forest Whitaker
Upplýsingar
FæddurForest Steven Whitaker
15. júlí 1961 (1961-07-15) (63 ára)
Ár virkur1982 -
Helstu hlutverk
Stóri Harold í Platoon
Edward Garlick í Good Morning, Vietnam
Charlie Bird Parker í Bird
Jody í The Crying Game
Ghost Dog í Ghost Dog: The Way of the Samurai
Idi Amin í The Last King of Scotland
Jon Kavanaugh í The Shield

Einkalíf

breyta

Fjölskylda

breyta

Whitaker fæddist í Longview, Texas en ólst upp í Los Angeles. [1] Sem unglingur gekk Whitaker í Palisades-menntaskólann[1] þar sem hann æfði amerískan fótbolta.[2] Í menntaskóla tók hann söngtíma, kom fram í söngleikjum og tók upp leiklistina. Þar lék hann í sínu fyrsta hlutverki í Under Milk Wood.[1] Whitaker stundaði nám við California State Polytechnic háskólann (Cal Poly Pomona) í Pomona, Kaliforníu á íþróttastyrk en vegna bakmeiðsla, þá breytti hann aðalfaginu yfir í tónlist (söng). [3] Whitaker ferðaðist um England með "Cal Poly Chamber" kórnum árið 1980. Skipti hann stuttlega um fag við Cal Poly, yfir í drama. Whitaker komst inn í tónlistardeildina við Suður-Kaliforníuháskólann til þess að læra óperusöng, ásamt því að komast inn í dramadeildina við skólann.[2] Whitaker útskrifaðist árið 1982 og hafði hann fengið skólastyrk til að stunda nám við Drama Studio London sem staðsett er í Berkeley, Kaliforníu.[4]

Þann 16. apríl 2007, fékk Whitaker stjörnu á Walk of Fame göngugötuna og er staðsett á 6801 Hollywood Blvd.

Whitaker giftist leikkonunni Keisha Nash árið 1996, saman eiga þau fjögur börn: tvær dætur saman, son hans úr fyrra sambandi og dóttur hennar úr fyrra sambandi.

Augnsjúkdómur

breyta

Whitaker fæddist með augnsjúkdóminn ptosis í vinstra auganu, sem þýðir drúpandi augnlok. Hefur hann sagt að sjúkdómurinn sé arfgengur og að hann hafi hugsað um að láta laga augað með skurðaðgerð þar sem hann hefur áhrif á sjón hans.[5]

Góðgerðarmál

breyta

Whitaker er grænmetisæta.[6] Whitaker og dóttir hans True, töluðu inn á kynningarmyndband fyrir almenning til þess að kynna grænmetishyggju fyrir People for the Ethical Treatment of Animals (PETA). [7] Whitaker er stuðningsaðili og talsmaður góðgerðarsamtakanna Hope North, sem er heimavistar-og verknámsskóli í norður Úganda fyrir barnahermenn, heimilislaus börn og önnur ung fórnarlömb borgarastríðsins í landinu.[8]

Stjórnmál

breyta

Whitaker var stuðningsmaður Baracks Obama í forsetakosningunum árið 2008.[9] Þann 6. apríl, 2009, var Whitaker gefinn höfðingjatitill í Imo ríkinu í Nígeríu. Whitaker, var gerður að höfðingja á meðal Igbo fólksins í Nkwerre og var gefinn titilinn Nwannedinamba of Nkwerre, sem þýðir Bróðir í framandi landi.

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Whitaker var árið 1982 í Making the Grade. Kom hann síðan fram í þáttum á borð við Hill Street Blues, The Fall Guy og North and South. Frá 2006-2007 þá lék Whitaker gestahlutverk í ER sem Curtis Ames og á samatíma þá var hann með gestahlutverk í The Shield sem Lieutenant Jon Kavanaugh. Árið 2010 þá tilkynnti CBS að búið væri að ráða Whitaker í hlutverk Sam Coopers í Criminal Minds: Suspect Behavior.[10][11] Hætt var við framleiðslu á þættinum eftir aðeins 13 þætti vegna lélegs áhorfs.[12]

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Whitaker var árið 1982 í Tag: The Assassination Game. Whitaker lék fótboltaleikmann í Fast Times at Ridgemont High þar sem hann lék á móti Judge Reinhold, Phoebe Cates og Sean Penn.

Árið 1986 lék hann í The Color of Money með Paul Newman og Tom Cruise og í Platoon. Árið eftir lék hann í Good Morning, Vietnam á móti Robin Williams. Árið 1988 var Whitaker boðið hlutverk Charlie Bird Parker í Bird sem var leikstýrt af Clint Eastwood. Síðan árið 1992 var hann ráðinn af Neil Jordan í hlutverk Jody í The Crying Game. Whitaker lék mafíu leigumorðingjann Ghost Dog í Ghost Dog: The Way of the Samurai árið 1999. Kom Whitaker síðan fram í kvikmyndum á borð við Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000, Panic Room og Phone Booth.

Whitaker lék eitt af aðalhlutverkunum í kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, þar sem hann lék Abe Holt.

Árið 2006 var Whitaker boðið hlutverk hershöfðingjans Idi Amin í The Last King of Scotland sem átti að verða leikstýrt af Kevin MacDonald. Fyrir hlutverk sitt í myndinni þá vann Whitaker Óskarsverðlaunin, Golden Globe verðlaunin, BAFTA verðlaunin, Screen Actors Guild-verðlaunin, New York Film Critics Circle verðlaunin og Los Angeles Film Critics Association verðlaunin meðal annars.

Hefur Whitaker síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Ripple Effect, Vantage Point, Street Kings, Where the Wild Things Are, Repo Men og The Experiment.

Leikstjórn

breyta

Whitaker hefur leikstýrt þrem kvikmyndum Waiting to Exhale, Hope Floats og First Daughter. Einnig hefur hann leikstýrt tveimur sjónvarpsmyndum.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1982 Tag: The Assassination Game Lífvörður Gowdys
1982 Fast Times at Ridgemont High Charles Jefferson
1985 Vision Quest Balldozer
1986 The Color of Money Amos
1986 Platoon Stóri Harold
1987 Stakeout Jack Pismo
1987 Goo Morning, Vietnam Edward Garlick
1988 Bloodsport Rawlins
1988 Bird Charlie ´Bird´ Parker
1989 Johnny Handsome Dr. Steven Fisher
1990 Downtown Dennis Curren
1991 A Rage in Harlem Jackson
1991 Diary of a Hitman Dekker
1992 Article 99 Dr. Sid Handleman
1992 The Crying Game Jody
1992 Consenting Adults David Duttonville
1993 Body Snatchers Majór Collins
1993 Bank Robber Lögreglumaðurinn Battle
1994 Blown Away Anthony Franklin
1994 Jason´s Lyric Maddog
1994 Prêt-à-Porter Cy Bianco
1995 Smoke Cyrus Cole
1995 Species Dan Smithson, Empath
1995 Mr. Holland´s Opus Kidd óskráður á lista
1996 Phenomenon Nate Pope
1998 Body Count Crane
1999 Ghost Dog: The Way of the Samurai Ghost Dog
1999 Light It Up Lögreglumaðurinn Dante Jackson
2000 Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000 Ker
2000 Four Dogs Playing Poker Mr. Ellington
2001 Green Dragon Addie
2001 The Follow The Employer óskráður á lista
2001 The Fourth Angel Fulltrúinn Jules Bernard
2002 Panic Room Burnam
2002 Phone Booth Kapteinn Ed Ramey
2004 First Daughter Kynnir Talar inn á
2005 Mary Ted Younger
2005 A Little Trip to Heaven Abe Holt
2005 American Gun Carter
2006 Even Money Clyde Snow
2006 The Marsh Geoffrey Hunt
2006 The Last King of Scotland Idi Amin
2006 Everyone´s Hero Lonnie Brewster Talaði inn á
2007 The Air I Breathe Hamingja (Happiness)
2007 Ripple Effect Philip
2007 The Great Debaters Dr. James Farmer Sr.
2008 Vantage Point Howard Lewis
2008 Chasseurs de Dragons Lian-Chu Talaði inn á ensku útgáfuna
2008 Street Kings Kapteinn Jack Wander
2008 Winged Creatures Charlie Archenault
2009 Powder Blue Charlie
2009 Where the Wild Things Are Ira Talaði inn á
2009 Hurricane Season Al Collins
2010 Our Family Wedding Brad Boyd
2010 Repo Men Jake
2010 My Own Love Song Joey
2010 The Experiment Barris
2010 Lullaby for Pi George
2011 Catch .44 Ronny
2012 Freelancers LaRue
2012 Ernest et Célestine Ernest Talaði inn á
2012 The Truth Francisco Francis
2013 Last Stand Alríkisfullrúinn John Bannister
2013 Receptence Angel Sanchez
2013 Pawn Will
2013 Zulu Ali Sokhela
2013 The Butler Cecil Gaines
2013 Out of the Furnace Stjórinn Wesley Barnes
2013 Making a Scene Maður
2013 Black Nativity Presturinn Cornell Cobbs
2014 Two Men in Town William Garnett
2014 Taken 3 Frank Dotzler
2014 Dope Þulur Talaði inn á
2016 Rogue One: A Star Wars Story Saw Gerrera
2018 Black Panther Zuri
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1982 Making the Grade ónefnt hlutverk Þáttur: Marriage, Dave Style
1983 Cagney & Lacey Næturvörður Þáttur: The Grandest Jewel Thief of Them All
1984 Trapper Joh, M.D. Lewis Jordan Þáttur: School Nurse
1984 Hill Street Blues Floyd Green Þáttur: Blues for Mr. Green
1985 The Grand Baby ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1985 The Fall Guy Vinur Þáttur: Spring Break
1985 Diff´rent Strokes Herman Þáttur: Bully for Arnold
1985 North and South Cuffey 6 þættir
1986 Amazing Stories Jerry Þáttur: Gather Ye Acorns
1986 North and South, Book II Cuffey 6 þættir
1987 Hands of a Stranger Sergeant Delaney Sjónvarpsmynd
1990 Criminal Justice Jessie Williams Sjónvarpsmynd
1993 Last Light Fred Whitmore Sjónvarpsmynd
1993 Lush Life Buddy Chester Sjónvarpsmynd
1994 The Enemy Within Colonel MacKenzie ´Mac´ Casey Sjónvarpsmynd
1996 Rebound: The Legend of Earl ´The Goat´ Manigault Mr. Rucker Sjónvarpsmynd
1999 Witness Protection Steven Beck Sjónvarpsmynd
2001 Feast of All Saints Daguerreotypist Picard Sjónvarpsmynd
2002-2003 The Twilight Zone Hann sjálfur/Kynnir 44 þættir
2005 Deacons for Defence Marcus Clay Sjónvarpsmynd
2006-2007 ER Curtis Ames 6 þættir
2006-2007 The Shield Lieutenant Jon Kavanaugh 13 þættir
2007-2009 American Dad Turlington 3 þættir
2010 Criminal Minds Sam Cooper Þáttur: The Fight
2011 Criminal Minds: Suspect Behavior Sam Cooper 13 þættir

Verðlaun og tilnefningar

breyta

AFI verðlaunin

  • 2014: Verðlaun fyrir bestu mynd ársins fyrir Fruitvale Station ásamt Nina Yang Bongiovi.

Acapulco Black Film Festival

  • 2014: Tilnefndur sem listamaður ársins fyrir Out of the Furnace, The Butler, Black Nativity og Fruitvale Station.
  • 2014: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Butler.
  • 2014: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Black Nativity.
  • 2014: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Butler.
  • 2014: Tilnefndur fyrir bestu mynd ársins fyrir Fruitvale Station ásamt Nina Yang Bongiovi.
  • 1999: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir Hope Floats.

African-American Film Critics Association verðlaunin

BAFTA verðlaunin

BET verðlaunin

Biarritz International Festival of Audiovisual Programming verðlaunin

Black Reel verðlaunin

  • 2014: Tilnefndur fyrir bestu myndina fyrir Fruitvale Station ásamt Nina Yang Bongoiovi.
  • 2014: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Butler.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu talsetningu fyrir Where the Wild Things Are.
  • 2007: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Last King of Scotland.
  • 2004: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsmynd fyrir Deacons for Defense.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Phone Booth.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Panic Room.

Blockbuster Entertainment verðlaunin

  • 1997: Verðlaun sem uppháhalds leikari í aukahlutverki fyrir Phenomenon.

Boston Society of Film Critics verðlaunin

British Independent Film verðlaunin

Broadcast Film Critics Association verðlaunin

CableACE verðlaunin

  • 1994: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd eða míniseríu fyrir Last Night.

Cannes Film Festival

  • 1988: Verðlaun sem besti leikari fyrir Bird.

Capri, Hollywood

  • 2006: Capri Legend verðlaunin.

Chicago Film Critics Association verðlaunin

Dallas-Fort Worth Film Critics Association verðlaunin

Deauville Film Festival

  • 1993: Tilnefndur fyrir sjónvarpsmyndina Strapped.

Emmy verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu heimildarmynd fyrir Brick City með Marc Levin, Mark Benjamin og Mala Chapple.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu fyrir ER.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpsmyndina fyrir Door to Door með David A. Rosemont, Dan Angel, Billy Brown, Robert J. King og Warren Carr.

Florida Film Critics Circle verðlaunin

Golden Globes verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besti leikari í dramamynd fyrir The Last King of Scotland.
  • 1989: Tilnefndur sem besti leikari í dramamynd fyrir Bird.

Gotham verðlaunin

  • 2013: Tribute verðlaunin.
  • 2013: Tilnefndur til áhorfendaverðlauna fyrir Fruitvale Station ásamt Ryan Coogler og Nina Yang Bongiovi

Hollywood Film Festival

  • 2006: Verðlaun sem leikari ársins.

Image verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir The Butler.
  • 2014: Chairman´s verðlaunin.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Great Debaters.
  • 2007: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Last King of Scotland.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd fyrir Deacons for Defense.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Phone Booth.
  • 1997: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Phenomenon.

Independent Spirit verðlaunin

  • 2014: Verðlaun sem besta myndin fyrir Fruitval Station ásamt Ryan Coogler og Nina Yang Bongiovi.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari fyrir American Gun.

International Documentary Association verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur fyrir áframhaldandi seríu fyrir Brick City ásamt Evan Shapiro, Lynne Kirby, Mala Chapple, Marc Levin, Mark Benjamin og Sarah Barnett.
  • 2008: Tilnefndur sem besta heimildarmyndin fyrir Kassum the Dream ásamt Kief Davidson, Liz Silver, Keisha Whitaker og Joshua A. Green.

International Online Film Critics´ Pollverðlaunin

Iowa Film Criticts verðlaunin

Kansas City Film Critics Circle verðlaunin

Las Vegas Film Critics Society verðlaunin

London Critics Circle Film verðlaunin

Los Angeles Film Critics Association verðlaunin

NAMIC Vision verðlaunin

  • 2007: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Shield.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd fyrir Deacons for Defense.

National Board of Review, USA

  • 2006: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Last King of Scotland.
  • 1994: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir Prêt-à-Porter.

National Society of Film Critics verðlaunin

New York Film Critics Circle verðlaunin

New York Film Critics, Online verðlaunin

News & Documentary Emmy verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besta upplýsingaprógrammið – löngu formi fyrir Brick City ásamt Marc Levin, Mark Benjamin, Sarah Barnett, Michael Klein og Evan Shapiro.

North Texas Film Critics Association verðlaunin

Oklahoma Film Critics Circle verðlaunin

Online Film & Television Association verðlaunin

Online Film Critics Society verðlaunin

Óskarsverðlaunin

PGAverðlaunin

  • 2014: Stanley Kramer verðlaunin fyrir Fruitvale Station ásamt Ryan Coogler og Nina Yang Bongiovi.

Peabody verðlaunin

  • 2014: Verðlaun fyrir Brick City ásamt Marc Levin, Mark Benjamin, Sarah Barnett, Evan Shapiro, Lynne Kirby, Mala Chappble, Daphne Pinkerson, Kara Rozansky, Keith McQuirter, Jenner Furst, Vanessa Procopio, Daniel Praid og James Adolphus.

Phoenix Film Critics Society verðlaunin

Razzie verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem versti leikari í aukahlutverki fyrir Battlefield Earth: A Saga of the Year 3000.

Sant Jordi verðlaunin

  • 1989: Verðlaun sem besti erlendi leikari fyrir Bird og Good Morning, Vietnam.

Santa Barbara International Film Festival

Satellite verðlaunin

  • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir The Butler.
  • 2006: Verðlaun sem besti leikari í dramamynd fyrir The Last King of Scotland.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í aukahutverki í seríu/míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir The Shield.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2014: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir The Butler.
  • 2014: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Butler.
  • 2007: Verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir The Last King of Scotland.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir Deacons for Defense.
  • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd eða míniseríu fyrir The Enemy Within.

Southeastern Film Critics Association verðlaunin

St. Louis Film Critics Association verðlaunin

Toronto Film Critics Association verðlaunin

Toronto International Film Festival

  • 1993: International Critics´ verðlaunin (FIPRESCI) fyrir Strapped.

Vancouver Film Critics Circle

Walk of Fame

  • 16. apríl, 2007: Stjarna á Walk of Fame göngugötuna, staðsett á 6801 Hollywood Blvd.

Washington DC Area Film Critics Association verðlaunin

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Patterson, John. "The bigger picture,". The Guardian, 20. april, 2002. Skoðað 13. júlí 2007
  2. 2,0 2,1 Inside the Actors Studio Geymt 6 desember 2008 í Wayback Machine, Bravo, skoðað 13. júlí, 2007.
  3. „Cal Poly Pomona“. CSU Mentor. Sótt 12. september 2008.
  4. Joshua Rich. "Spotlight: Forest Whitaker." Geymt 13 ágúst 2011 í Wayback Machine EW.com.
  5. Sager, Mike. "What I've Learned: Forest Whitaker." Esquire. February 26, 2007.
  6. Ævisaga Forest Whitaker á IMDB síðunni
  7. PSA for PETA PETA TV.
  8. „Hope North“. Hope North. Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 20, 2010. Sótt 17. september 2010.
  9. „Actor Forest Whitaker campaigns for Barack Obama at Grand Rapids Community College“. The Grand Rapids Press. 9. október 2008. Sótt 14. janúar 2010.
  10. Michael Ausiello (25. janúar 2010). „Scoop: Forest Whitaker to headline 'Criminal Minds' spin-off!“. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. janúar 2010. Sótt 7. apríl 2010.
  11. Chuck Barney (7. apríl 2010). „Criminal Minds proves actor Moore than pretty face“. Associated Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2010. Sótt 7. apríl 2010.
  12. Andreeva, Nellie (17. maí 2011). „CBS renews 'CSI:NY', cancels 'Criminal Minds: Suspect Behavior'. Deadline Hollywood. Sótt 17. maí 2011.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta