Federico Fellini
Federico Fellini (20. janúar 1920 – 31. október 1993) var ítalskur kvikmyndaleikstjóri. Hann er einn af áhrifamestu og virtustu leikstjórum 20. aldar. Hann hóf leikstjórnarferil sinn með kvikmyndinni Luci del varietà 1950 sem hann leikstýrði ásamt Alberto Lattuada í anda ítalska nýraunsæisins, en fyrsta myndin sem hann leikstýrði einn var Lo sceicco bianco 1952. Eftir 1960, eftir gerð kvikmyndarinnar La dolce vita, hvarf hann frá nýraunsæinu og fór að gera listrænar kvikmyndir þar sem draumar, ímyndanir og minningar blandast saman, oft á ærslafullan hátt, en sem halda í sama gagnrýna tón og nýraunsæið.
Fellini fékk fjórum sinnum Óskarsverðlaun fyrir bestu erlendu kvikmyndina, en það var fyrir kvikmyndirnar La strada (1954), Le notti di Cabiria (1957), 8½ (1963) og Amarcord (1973).