[go: up one dir, main page]

Föll eru fyrirbæri í sumum tungumálum sem notuð eru til þess að breyta eðli fallorða eftir kringumstæðum eða umræðuefni. Misjafnt er eftir tungumálum hvaða orðflokkar teljast til fallorða, en í íslensku teljast til þeirra nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð og greinir. Í íslensku eru föllin fjögur, nefnifall og svo þrjú sem telst til aukafalla: þolfallið, þágufallið og eignarfallið.[1]

Hér er listi yfir þau föll sem til eru í ýmsum tungumálum. Alls ekki öll tungumál hafa orð sem beygjast í föllum, raunar mjög fá, en þó er upptalningin hér að neðan hvergi tæmandi.

Fall Enskt heiti Notkun Dæmi Dæmi um mál sem nota fallið
Fjarverufall Abessive skortur á e-u án hússins finnska, skoltsamíska, tyrkneska
Sviptifall Ablative (1) algilt óbeint fall varðandi húsið latína, sanskrít, litháíska
Sviptifall Ablative (2) tilfærsla frá e-u burt frá húsinu latína, finnska
Grunnfall Absolutive efni sagna í framsöguhætti eða hlutur sagna í boðhætti húsið [so.frh.]; [so.bh.] húsið baskneska, téténska, inúktitút
Þolfall Accusative bein tilvísiun í þolanda um hús íslenska, finnska, þýska, esperanto, latína, gríska, rússneska, serbneska, litháíska
Nærverufall Adessive staðsetning í grennd hjá / á / við húsið finnska, litháískar mállýskur
Tilgangsfall Allative færsla á eitthvað ofan á húsið finnska
Nytjafall Benefactive fyrir e-n eða fyrir hönd e-s fyrir húsið baskneska, aímaríska, ketsjúa
Samvistarfall Comitative í félagi við e-ð/e-n ásamt húsinu eistneska, finnska, ungverska, ketsjúa
Samanburðarfall Comparitive að jafna saman orð ég er jafnstór þér téténska
Þágufall Dative sýnir móttakanda eða stefnu, óbeint fall frá húsinu íslenska, þýska, latína, rússneska, serbneska, hindi, litháíska
Virðingarfall Dedative (Respective) með hliðsjón af e-u með tilliti til hússins quenya
Disjunctive notað þegar að viðfangsefnið er endurtekið til aherslu eða vegna upptalningar húsið og bíllin eru bæði hér franska
Úrferðarfall Elative út úr e-u úr húsinu finnska, eistneska, ungverska
Áhrifsfall Ergative samskonar og nefnifall ef viðfangsefnið framkvæmir e-ð í framsöguhætti húsið [so.frh] baskneska, georgíska, téténska, inuktitut
Verufall Essive skilyrði sem húsið finnska, mið-egypska
Eignarfall Genitive sýnir tengsl eða eign eða skilgreinir nánar stýrandi orð til hússins íslenska, finnska, þýska, latína, rússneska, serbneska, gríska, hollenska, litháíska
Íferðarfall Illative færsla inn í e-ð inn í húsið finnska, litháíska
Íverufall Inessive inni í e-u í húsinu eistneska, finnska, ungverska
Tækisfall Instrumental / Instructive notkun á e-u með húsinu rússneska, serbneska, finnska, sanskrít, litháíska
Staðarfall Locative staðsetning á húsinu / í húsinu / við húsið serbneska, klingónska, sanskrít, lettneska, kasakska, (latína)
Nefnifall Nominative case almennt fall hér er hús íslenska og nánast öll tungumál sem beygjast í föllum
Oblique almennt fall varðandi húsið hindi
Deildarfall Partitive notað vegna fjölda [þrjú] húsanna finnska
Eignartilvísunarfall Possessive case bein eign á e-u í eigu hússins quenya
Postpositional þegar að forsetning kemur á eftir nafnorði húsið í / á / við / með hindi
Forsetningarfall Prepositional þegar að forsetning kemur á undan nafnorði í / hjá / með húsinu rússneska
Prolative færsla eftir fleti eða braut meðfram / í gegnum húsið eistneska, finnska
Terminative case endir tilfærslu eða tímabils þar til að húsið [springur] eistneska
Áhrifsfall Translative breyting úr einu ástandi í annað [maðurinn er að breytast] í hús finnska, ungverska
Ávarpsfall Vocative notað til ávarpa Hús! latína, gríska, serbneska, sanskrít, litháíska, úkraínska

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Hugtakaskýringar - Málfræði
Linguistics stub.svg   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.