[go: up one dir, main page]

Fæðing er það ferli hjá dýrum þar sem afkvæmi fer út úr líkama foreldrisins eftir meðgöngu, mismunandi gerðir fæðinga eru eggfóstursfæðing, fósturbær fæðing, og gulfóstursfæðing.

Mismunandi heiti fæðingar

breyta

Í íslensku eru mismunandi sagnorð notuð um fæðingu hjá hinum ýmsu tegundum. Konur fæða en merar kasta, læður og tíkur gjóta, kýr og ær bera og svo framvegis. Til er þekkt vísa sem minnir á þetta:

Kæpir selur, kastar mer,
konan fæðir, ærin ber,
fuglinn verpur, flugan skítur,
fiskur hrygnir, tíkin gýtur.
Höfundur: Guðmundur Þorláksson (Glosi) (1852–1910).

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.