[go: up one dir, main page]

Elías Mar (22. júlí 192423. maí 2007) var íslenskur rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi. Foreldrar hans voru Elísabet Jónína Benediktsdóttir verkakona og Cæsar Hallbjörnsson Mar kaupmaður. Elías var fæddur og uppalinn í Reykjavík, en móðir hans lést úr bráðaberklum þegar hann var á öðru ári. Elías ólst upp hjá ömmu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, en hún lést þegar hann var sautján ára.

Leiði Elíasar Marar í Hólavallakirkjugarði.

Elías Mar var einn fyrsti íslenski rithöfundurinn til að skrifa samtímasögur úr Reykjavík og skáldsagan Vögguvísa er einatt talin fyrsta unglingasaga sem skrifuð hefur verið á íslensku. Einnig hefur því verið haldið fram að í skáldsögunni Man eg þig löngum komi í fyrsta skipti í íslenskum bókmenntum fram samkynhneigð sögupersóna. Sögur Elíasar hafa verið þýddar á eistnesku, esperantó, færeysku, norsku og þýsku.

Elías Mar starfaði lengst af sem prófarkalesari á Þjóðviljanum.

Skáldsögur

breyta
  • Eftir örstuttan leik, 1946
  • Man eg þig löngum, 1949
  • Vögguvísa, 1950 (gefin út í Þýskalandi árið 1958 undir nafninu Chibaba, chibaba: Bruchstück eines Abenteuers)
  • Sóleyjarsaga, 1954 og 1959

Smásögur

breyta
  • „Gamalt fólk og nýtt“, 1950
  • „Saman lagt spott og speki“, sérprentuð smásaga, 1960
  • „Það var nú þá“, 1985

Ljóðabækur

breyta
  • Ljóð á trylltri öld, 1951
  • Speglun, 1977
  • Hinum megin við sólskinið, 1990
  • Mararbárur: úrval ljóða 1946-1998, 1999

Þýðingar

breyta

Auk þess þýddi Elías fjölda útvarpsleikrita og framhaldssagna fyrir útvarp

Heimildir

breyta
  • Hjálmar Sveinsson. Nýr penni í nýju lýðveldi. Omdúrman, 2007.

Tenglar

breyta