Borgir Kína eftir fólksfjölda
Kína er fjölmennasta land heims með um 1.4 milljarða íbúa. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru 105 kínverskar borgir með meira en 1 milljón manns. Alls eru 380 borgir á meginlandi Kína sem hafa fleiri íbúa en 312,000[1]. Um 63,6% kínverja býr í þéttbýli (2022)[2]. Mannfjöldatalning fer fram á 10 ára fresti, nú síðast 2020.[3]
Skilgreiningar og stjórnsýsluflokkun
breytaKínversk stjórnsýsla telur þrjú stig borga. Í fyrsta lagi eru það borgir sem lúta sjálfstæðri stjórn sem sveitarfélag (直辖市); í öðru lagi eru það borgir sem er stjórnað af fylkisstjórnum (县级市); og í þriðja lagi eru það borgir sem teljast hluti af sýslum (县级市). Þess utan eru borgirnar Hong Kong og Makaó sem teljast „sérstök sérstjórnarhéruð“ (特别行政区).
Borgir sem eru sveitarfélög og borgir fylkisstjórna eru ekki „borgir“ í ströngum skilningi hugtaksins, heldur fremur stjórnsýslueiningar sem samanstanda af bæði þéttbýlum kjarna (það er borg í ströngum skilningi) umlukið dreifbýli eða minna þéttbýlli svæðum.[4]
Borgum sem stjórnað er af fylkisstjórnum er oftast skipt upp í margar sýslur. Til að greina slíkar borgir frá raunverulegum þéttbýlisvæðum (borg í ströngum skilningi) er notast við stjórnsýsluhugtakið "市区" ("shì qū" eða „borgarhverfi“). Slík úthverfi geta verið mjög stór eða meira en 3.000 ferkílómetrar.
Listi yfir helstu borgir Kína eftir íbúafjölda
breytaLýtur sjálfstæðri stjórn sveitarfélags | |
Borg með sjálfstæða skipulagsstöðu | |
Borg stjórnað af fylkisstjórn | |
Borg stjórnað af sýslu |
Borg | Stjórnsýsla
undirhéraðs |
Hérað | Íbúajöldi
borgarkjarna |
Íbúafjöldi undir
lögsögu borgar |
---|---|---|---|---|
Sjanghæ | Borghérað | — | 21.909.814 | 24.870.895 |
Peking | Borghérað | — | 18.960.744 | 21.893.095 |
Guangzhou | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Guangdong | 16.096.724 | 18.676.605 |
Shenzhen | Borg með sjálf-stætt skipulag | Guangdong | 17.494.398 | 17.494.398 |
Chengdu | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Sesúan | 13.568.357 | 20.937.757 |
Tianjin | Borghérað | — | 11.052.404 | 13.866.009 |
Chongqing | Borghérað | — | 9.580.770 | 32.054.159 |
Nanjing | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Jiangsu | 7.519.814 | 9.314.685 |
Wuhan | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Hubei | 10.392.693 | 12.326.518 |
Xi'an | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Shaanxi | 10.258.464 | 12.952.907 |
Hangzhou | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Zhejiang | 11.936.010 | 13.035.329 |
Shenyang | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Liaoning | 7.665.638 | 9.070.093 |
Dongguan | Héraðsborg | Guangdong | 9.644.871 | 10.466.625 |
Foshan | Héraðsborg | Guangdong | 9.042.509 | 9.498.863 |
Harbin | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Heilongjiang | 5.242.897 | 10.009.854 |
Dalian | Borg með sjálf-stætt skipulag | Shandong | 4.913.879 | 7.450.785 |
Qingdao | Borg með sjálf-stætt skipulag | Shandong | 6.165.279 | 10.071.722 |
Zhengzhou | Héraðsborg | Henan | 9.879.029 | 12.600.574 |
Jinan | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Shandong | 5.648.162 | 9.202.432 |
Changsha | Héraðsborg | Hunan | 5.630.000 | 10.047.914 |
Kunming | Héraðsborg | Yunnan | 5.273.144 | 8.460.088 |
Changchun | Héraðsborg stýrt
af fylkisstjórn |
Jilin | 4.714.996 | 9.066.906 |
Urumqi | Héraðsborg | Xinjiang | 3.750.000 | 4.054.369 |
Shantou | Héraðsborg | Guangdong | 3.838.900 | 5.502.031 |
Héraðsborg | Jiangsu | 5.892.892 | 12.748.262 | |
Hefei | Héraðsborg | Anhui | 5.056.000 | 9.369.881 |
Shijiazhuang | Héraðsborg | Hebei | 6.230.709 | 11.235.086 |
Ningbo | Borg með sjálf-stætt skipulag | Zhejiang | 3.731.203 | 9.404.283 |
Taiyuan | Héraðsborg | Shansi | 4.303.673 | 5.304.061 |
Nanning | Héraðsborg | Guangxi | 4.582.703 | 8.741.584 |
Xiamen | Borg með sjálf-stætt skipulag | Fujian | 4.617.251 | 5.163.970 |
Fuzhou | Héraðsborg | Fujian | 3.723.454 | 8.291.268 |
Wenzhou | Héraðsborg | Zhejiang | 2.582.084 | 9.572.903 |
Changzhou | Héraðsborg | Jiangsu | 4.067.856 | 5.278.121 |
Nanchang | Héraðsborg | Jiangxi | 3.518.975 | 6.255.007 |
Tangshan | Héraðsborg | Hebei | 2.551.948 | 7.717.983 |
Guiyang | Héraðsborg | Guizhou | 4.021.275 | 5.987.018 |
Wuxi | Héraðsborg | Jiangsu | 3.956.985 | 7.462.135 |
Lanzhou | Héraðsborg | Gansu | 3.012.577 | 4.359.446 |
Zhongshan | Héraðsborg | Guangdong | 3.841.873 | 4.418.060 |
Handan | Héraðsborg | Hebei | 3.724.728 | 9.413.990 |
Weifang | Héraðsborg | Shandong | 3.095.520 | 9.386.705 |
Huai'an | Héraðsborg | Jiangsu | 1.850.000 | 4.556.230 |
Zibo | Héraðsborg | Shandong | 2.750.312 | 4.704.138 |
Shaoxing | Héraðsborg | Zhejiang | 2.333.080 | 5.270.977 |
Yantai | Héraðsborg | Shandong | 2.709,821 | 7.102.116 |
Huizhou | Héraðsborg | Guangdong | 2.900.113 | 6.042.852 |
Luoyang | Héraðsborg | Henan | 2.751.400 | 7.056.699 |
Nantong | Héraðsborg | Jiangsu | 3.766.534 | 7.726.635 |
Baotou | Héraðsborg | Innri-Mongólía | 2.261.089 | 2.709.378 |
Liuzhou | Héraðsborg | Guangxi | 2.204.841 | 4.157.934 |
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- ↑ „中華人民共和國城市人口排名“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 24. maí 2022, sótt 20. júní 2022
- ↑ 2,0 2,1 „China“, The World Factbook (enska), Central Intelligence Agency, 10. júní 2022, sótt 20. júní 2022
- ↑ „Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)“. www.stats.gov.cn. Sótt 20. júní 2022.
- ↑ Zhang, L.; Zhao, Simon X. B. (júní 1998). „Re-examining China's "Urban" Concept and the Level of Urbanization“. The China Quarterly (enska). 154: 330–381. doi:10.1017/S030574100000206X.
- ↑ Thomas Brinkhoff (2022). „CHINA: Provinces and Major Cities“. City Populations- https://www.citypopulation.de/. Sótt 15. ágúst 2022.
Ytri tenglar
breyta- Vefur Þjóðskrár Kína