Bandaríkjaher
Bandaríkjaher (enska United States Armed Forces) er her Bandaríkjanna og heyrir undir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (aðeins strandgæslan) en forseti Bandaríkjanna er jafnframt æðsta yfirvald hans. Yfir 1,4 milljónir manna eru starfandi í hernum sem auk þess getur kallað út yfir 1,2 milljón manna varalið. Almenn herskylda var lögð niður í Bandaríkjunum árið 1973 og er herinn síðan þá eingöngu skipaður atvinnuhermönnum.
Herinn skiptist í sex deildir: