[go: up one dir, main page]

Abdúlla bin Abdul Aziz al-Sád

6. konungur Sádi-Arabíu (1924-2015)

Abdúlla bin Abdul Aziz al-Sád (arabíska: عبد الله بن عبد العزيز السعود; f. 1924, d. 23. janúar, 2015) var konungur Sádí-Arabíu frá 1. ágúst 2005. Hann tók við af hálfbróður sínum Fahd konungi. Faðir hans var Ibn Sád stofnandi konungsríkisins. Ibn Sád eignaðist 37 syni og Abdúlla var sá fimmti sem tók við konungsdæminu.

Abdullah bin Abdul Aziz árið 2002.

Abdúlla konungur var fæddur í Ríad, höfuðborg Sádí Arabíu, árið 1924. Móðir hans var Fahda bint Asi Al Shuraim af Shammar-ættbálknum, áttunda eiginkona Ibns Sád.

Abdúlla vann sig upp metorðastigann innan sádí-arabíska konungsdæmisins og var orðinn aðstoðarforsætisráðherra í júní 1982. Abdúlla var kvæntur 30 konum og átti með þeim a.m.k. 20 dætur og 15 syni.


Fyrirrennari:
Fahd bin Abdul Aziz al-Sád
Konungur Sádí-Arabíu
(2005 – 2015)
Eftirmaður:
Salman bin Abdul Aziz al-Sád


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.