1784
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1784 (MDCCLXXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- febrúar - Skaftáreldum lýkur.
- Móðuharðindi í algleymingi. Íslendingum fækkar um nálega 4300 á árinu.
- ágúst - Jarðskjálftar á Suðurlandi leggja 93 bæi í rúst, þ.á m. flest hús í Skálholti. Þetta voru einhverjir hinir mestu landskjálftar, sem komið hafa á Íslandi. Voru þeir harðastir í Árnessýslu, en einnig mjög skæðir í Rangárvallasýslu. Þeirra gætti og mjög við Faxaflóa. Margir urðu undir húsum í Árnessýslu og varð að grafa þá uppúr rústunum. Hlutu ýmsir meiðsl, en aðeins þrír týndu lífi, tveir í Árnessýslu og einn í Rangárvallasýslu. Í Árnessýslu féllu 69 bæir til grunna, 64 gjörspilltust, og alls urðu 372 bæir fyrir stórskaða. 1459 hús féllu algerlega. Hrundu eða skemmdust öll hús í Skálholti, önnur en kirkjan.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 6. janúar - Ottónmanveldið lét af hendi Krímskaga til Rússlands.
- 20. maí - Stríði Englands og Hollands lauk með friðarsamningum.
- 16. ágúst - Bretland stofnaði nýlenduna Nýju-Brúnsvík í Kanada.
- 19. september - Í Frakklandi var loftbelg flogið fyrst lengra en 100 kílómetra, alls 186 km.
- 22. september - Rússland stofnaði nýlendu á Kodiak í Alaska.
- Um 300.000 létust úr hungursneyð í Japan.
- Kólesteról var einangrað.
Fædd
- 17. nóvember - Ebenezer Henderson, skoskur prestur og Íslandsvinur (d. 1858).
Dáin