[go: up one dir, main page]

Þorfinnur karlsefni

Þorfinnur karlsefni frá Reynistað í Skagafirði var íslenskur landkönnuður sem nam land á Vínlandi ásamt konu sinni Guðríði Þorbjarnardóttur. Helstu heimildir um Þorfinn eru Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða. Þar eignuðust þau son sinn Snorra Þorfinnsson og var hann talinn fyrsta hvíta barnið sem fæddist í Ameríku. Ekki er vitað hvar þau numu land en talið er að það gæti verið nálægt L'Anse aux Meadows. Einar Jónsson, myndhöggvari, gerði styttu af Þorfinni sem er í Philadelphia í Bandaríkjunum.

Þorfinnur og Guðríður fluttust til Íslands og settust fyrst að á föðurleifð Þorfinns á Reynistað en bjuggu síðar í Glaumbæ.

Tenglar

breyta