Þuríður Sigurðardóttir
Þuríður Sigurðardóttir (f. 23. janúar 1949) í Reykjavík er íslensk söngkona og myndlistarmaður.
Þuríður Sigurðardóttir | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Þuríður Sigurðardóttir 1949 |
Störf | Söngvari |
Hljóðfæri | Rödd |
Æviágrip
breytaÞuríður Svala Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Sigurður Ólafsson söngvari (f. 4. desember 1916, d. 13. júlí 1993) og Inga Valfríður Einarsdóttir, kölluð Snúlla (f. 10. nóvember 1918, d. 6. febrúar 2015). Þuríður ólst upp ásamt fimm systkinum við söng og hestamennsku í Laugarnesinu í Laugarnesbænum, sem stóð á móts við þar sem nú eru gatnamót Sæbrautar og Laugarnesvegar.
Tónlistarferill
breytaÁrið 1965 sagði söngurinn til sín og Þuríður hóf upp raust sína á skemmtistaðnum Lídó. Hún sló í gegn og var drifin í stúdíó þar sem hún söng með hljómsveitinni Lúdó og Stefáni lagið „Elskaðu mig“ inn á plötu. Lagið varð geysivinsælt og framtíðin brosti við hinni sextán ára gömlu söngkonu. Í framhaldinu hóf hún að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og varð það að fimm ára farsælu samstarfi. Hljómsveitin lék einkum á skemmtistaðnum Röðli (við Brautarholt) sem var opinn alla daga vikunnar. Ásamt Þuríði söng Vilhjálmur Vilhjálmsson með hljómsveitinni. Árið 1969 kom út fyrsta tveggja laga sólóplata Þuríðar með lögunum, „Ég ann þér enn“ og „Ég á mig sjálf“. Platan og söngurinn hlutu lof gagnrýnenda og í vinsældakosningum var hún valin „vinsælasta söngkona ársins“ og platan „hljómplata ársins“. Eftir árin með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar söng Þuríður með ýmsum hljómsveitum og listamönnum svo sem: Ragnari Bjarnasyni, Gunnari Þórðarsyni, Jóni Páli Bjarnasyni, Tríó Hjörleifs Valssonar, hljómsveitinni Vanir menn og Pálma Gunnarssyni í hljómsveitinni Íslandía.
Þuríður og Pálmi felldu hugi saman og rugluðu reitum. Saman gáfu þau út tvær hljómplötur: Þuríður og Pálmi syngja lög eftir Gunnar Þórðarson sem kom út hjá SG hljómplötum 1972 og Þuríður og Pálmi sem kom út hjá Fálkanum 1973.
Feðgin syngja saman
breytaÁrið 1971 kom út á vegum SG hljómplatna tólf laga platan Feðginin Sigurður Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir syngja saman, SG 042.
Útgefið efni
breyta-
Platan með fyrsta lagi Þuríðar
-
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar 1968
-
Plata ársins 1969
-
Þuríður og pabbi hennar Sigurður Ólafsson söngvari 1971
-
Þuríður og Pálmi syngja lög Gunnars Þórðarsonar 1972
-
Þuríður og Pálmi - Fálkinn MOAK31 - 1973
-
Ragnar og Þuríður - Lög Jónatans Ólafssonar 1976
SG-hljómplötur
breyta45 snúninga
- SG 513 - Lúdó Sextett, Stefán Jónsson, Þuríður Sigurðardóttir - Er nokkuð eðlilegra / Ég bíð ein // Laus og liðugur / Elskaðu mig (1966)
- SG 531 - Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Þuríður og Vilhjálmur - Ég bið þig / S.O.S. ást í neyð // Ég er í ofsa stuði / Bónorðið (1968)
- SG 539 - Þuríður Sigurðardóttir - Ég á mig sjálf // Ég ann þér enn (1969)
- SG 547 - Þuríður Sigurðardóttir - Í okkar fagra landi / Vinur kær (1970)
Breiðskífur
- SG 042 - Sigurður og Þuríður - Feðgin syngja saman (1971)
- SG 054 - Þuríður og Pálmi - Þuríður og Pálmi syngja lög eftir Gunnar Þórðarson (1972)
- SG 071 - Þuríður Sigurðardóttir – Fjórtán vinsæl lög (1973)
Fálkinn
breytaBreiðskífur
- MOAK 31 - Þuríður og Pálmi - Þuríður og Pálmi (1973)
Safnplötur
breyta- Af einskærri Sumargleði – Sumargleðin ýmsir flytjendur - Steinar hf - 1984
- Við sem heima sitjum, lög Bjarna Hjartarsonar, ýmsir flytjendur - 1984
- Sumargleði, ýmsir flytjendur Sumargleðinnar -
- Danslagakeppni Hótel Borgar, ýmsir flytjendur, Ólafur Laufdal - 1986
- Logadans, Lýður Ægisson - Lýður Ægisson - 1989
- Aftur til fortíðar 60-70 Útgáfufélagið Steinar - 1990
- Landslagið 1991 Úgefandi PS músík - 1991
- Ég veit þú kemur - Þjóðhátíðarlögin vinsælu – Útgefandi: Sena - 1991
- Endurminningar - Útgefandi Spor 1992
- Lagasafnið 4 - ýmsir flytjendur Útgefandi: Stöðin - 1993
- Stelpurnar okkar 1944 - 1969 Útgefandi: Spor - 1994
- Gæðamolar - 1996
- Svona var á Sigló - ýmsir flytjendur Útgefandi: Laugarásvideo ehf, Leó R. Ólason - 1997
- Liðnar stundir - Frændurnir Bjarni frá Geysi og Eiríkur frá Bóli - ýmsir flytjendur - 1998
- Ljúft og létt – Útgefandi: Sena - 2000
- Gleðileg jól - Útgefandi: Geimsteinn - 2000
- Pottþétt hinsegin – Útgefandi Skífan - 2002
- Sólglit í skýjum – Bjarni frá Geysi, Skálholtskórinn og Þuríður Sigurðardóttir - 2002
- Sigurður Ólafsson, Þín minning lifir Útgefandi: Skífan - 2003
- Curriculum Vitae, lög Ragnars Kristins Krisjánssonar, Útgefandi Ragnar Kristinn - 2004
- Horft til baka – Bjarni Sigurðsson frá Geysi, ýmsir flytjendur - 2004
- Svona var 1966 - Útgefandi: Íslenskir tónar - 2005
- Óskastundin 4 Lög valin af Gerði G. Bjarklind – Útgefandi Íslenskir tónar - 2005
- Í brekkunni - Á Þjóðhátíð í Eyjum - 2007
- Svona var 1969 - Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
- Svona var 1970 – Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
- Svona var 1971 – Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
- Svona var 1973 – Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
- Fallegur dagur, Ragnar Kristinn, Útgefandi: Þingberg ehf - 2008
- 100 íslenskar ballöður - Útgefandi: Íslenskir tónar - 2009
- 100 íslensk 70‘s lög - 2009
- Íslenskt 60s -
- Manstu gamla daga – Vinsæl lög frá 1960 - 1969
- Jólaplata Björgvins Halldórssonar -
- SG hljómplötur - Þriggja diska safn í tilefni 50 ára afmælis SG hljómplatna - Sena 2014
Tilvísanir
breytaTenglar
breyta- - Þuríður Sigurðardóttir - Myndlist
- - Þuríður Sigurðardóttir - Myndlist Geymt 5 júní 2011 í Wayback Machine
- - Þuríður Sigurðardóttir - Tónlist
- - Þuríður Sigurðardóttir - Tónlist
- - Þuríður Sigurðardóttir - Tónlist
- - Þuríður Sigurðardóttir - Tónlist
- http://www.icelandicmusic.com/Music/Album/4547/sigurdur_olafsson/thin_minning_lifir/
- Glatkistan