Útvarp
Útvarp eða hljóðvarp er tækni sem notast við útvarpsbylgjur til að miðla upplýsingum þráðlaust. Orðið getur einnig átt við stofnun eða félag sem miðlar upplýsingum þannig, til dæmis Ríkisútvarpið.
Í daglegri notkun er algengt að orðið útvarp sé notað um útvarpsviðtæki. Slíkt tæki getur tekið við hljóðvarpsútsendingum á ýmsum bylgjulengdum og kóðunartækni. Algengt er að útvarpstæki geti tekið við FM, AM, stuttbylgjuútsendingum og langbylgjuútsendingum.
Útvarpstækni er einnig notuð við sjónvarpsútsendingar.