Önghljóð
Önghljóð er samhljóð myndað með því að þrengja að loftstraumnum frá lungum þegar tvö talfæri koma saman. Til dæmis getur lægri vörin farið upp gegn efri tönnunum og myndað [f]; bakhlið tungunnar getur farið upp gegn gómfyllunni og myndað [x] (eins og í þýska orðinu Bach); eða getur síða tungunnar farið upp að jöxlunum og myndað [ɬ] (eins og í siglt).