Íslenska brjóstabyltingin
Íslenska brjóstabyltingin er nafn sem gefið hefur verið þátttöku íslenskra kvenna í Free the Nipple byltingunni, alþjóðlegum gjörningi og hugmyndafræðilegri byltingu sem gengur úr á að konur beri brjóst sín sem merki um uppreisn gegn viðteknum félagslegum gildum sem þær telja vera óréttlæti gagnvart sér. Talið er að rekja megi upphaf byltingarinnar á Íslandi til þess atviks þegar Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir setti myndir af berum brjóstum sínum inn á samfélagsmiðlinn Twitter undir kassamerkinu #Freethenipple þann 26. mars árið 2015. Adda sagði tilganginn hafa verið til að vekja athygli á hefndarklámi og því sem hún telur ójafnrétti [1].Í kjölfarið tóku mörg hundruð íslenskar konur myndir af nöktum brjóstum sínum og settu inn á ýmsa samfélagsmiðla, undir þeim formerkjum að þær væru að „frelsa geirvörtuna“. Þá voru einnig konur sem fóru út á almannafæri, ýmist berbrjósta eða brjóstahaldaralausar [2]. Þessi dagur fékk viðurnefnið „Dagur frelsunar geirvörtunnar“ af ýmsum fjölmiðlum og þeim hópi einstaklinga sem sverja sig við og tóku þátt í gjörningnum.
Tilgangur
breytaSamkvæmt forsprökkum „free the nipple“ byltingarinnar, sem er alþjóðleg femínísk aðgerðarhreyfing, er tilgangur byltingarinnar að vekja athygli á því sem þeir álíta ójöfnuð kvenna og karla. Hreyfingin álítur að viðhorf fólks þurfi að breytast undir þeim formerkjum að ber brjóst ættu ekki að túlkast sem kynferðislegur hlutur og fyrst karlmenn fái að vera berir að ofan þá eigi konur að fá það líka. Annarsvegar á tilgangurinn einnig að vera til að vekja athygli á svokölluðu hefndarklámi. Aðgerðarsinnarnir álíta að því að birta myndir af brjóstum sínum og setja þær fyrir augu almennings, séu þeir að „taka völdin í sínar hendur“ [3].
Heimildarmyndin Free The Nipple
breytaUpphaf Free the Nipple byltingarinnar er talið að rekja megi til útgáfu myndarinnar Free the Nipple, bandarískri heimildarmynd sem fjallar um hóp kvenmanna sem mynda hreyfingu til að berjast gegn ritskoðun á brjóstum kvenna víðsvegar um Bandaríkin [4].
Í myndinni fylgist blaðamaðurinn Lina Esco með hreyfingunni skipuleggja mótmæli í New York árið 2012. Þúsundir kvenna gengu saman berbrjósta niður götu New York og mótmæltu meðal annars löggjöf sem varðar nekt á almannafæri [4].
Heimildarmyndin var tekin upp árið 2012 en kom ekki út fyrr en árið 2014 vegna þess hversu erfiðlega tókst að fá kvikmyndafyrirtæki til þess að gefa hana út vegna innihald myndefnis [5].
Herferð á alþjóðavísu
breytaÍ kjölfar útgáfu myndarinnar fóru konur út um allan heim að birta brjóstamyndir af sér á samfélagsmiðlum sem leyfðu ekki slíkar myndbirtingar í mótmælaskyni, til dæmis Facebook og Instagram. Frægar konur tóku þátt í byltingunni, til dæmis Chelsea Handler [6], Amber Rose [7] og Miley Cyrus [8].
Ísland og ber brjóst
breytaÁrið 2008 barðist sænska feministahreyfingin Bara bröst fyrir því að konur fengju að baða sig berbrjósta Í Sundsvall í Svíþjóð, en talsmaður samtakanna sagði að baráttan væri liður í að draga úr kynvæðingu konubrjósta. Árangur hlaust af og leyfði sundhöllin í Sundsvall konum að baða sig berbrjósta. Þegar fréttir af gjörningum barust til Íslands fóru blaðamenn á stúfana til að athuga hvernig þessum málum væri háttað á íslandi, niðurstaða var sú að engar reglur væru í gildi um það að konur mættu ekki baða sig berbrjósta á Íslandi. Pétur Ingvarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Hveragerði sagðist ekki muna eftir reglum um baðfatnað kvenna í sundi.
„Við höfum ekki þurft að setja reglur útaf þessu vegna þess að þetta er ekki vandamál. Þær liggja berbrjósta á sólarbekkjum og þetta er ekkert sem plagar fólk.“ sagði Haukur Geirmundsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Seltjarnarnesbæjar. [9]
Free the Nipple og Ísland
breytaÞann 26. mars árið 2015 hófst svokölluð „Brjóstabyltingin á Íslandi“ sem hluti af Free the Nipple byltingunni með brjóstamyndbirtingu af Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur á samfélagsmiðlinum Twitter.
Í kjölfarið fór byltingin af stað og fleiri hundruð konur tóku þátt, með beinni þátttöku eða stuðning, þar á meðal frægar konur eins og til dæmis þingkonan Björt Ólafsdóttur [10] og borgarfulltrúinn Hildur Sverrisdóttir [11].
Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir
breytaAdda Þóreyjardóttir Smáradóttir var 16 ára framhaldsskólanemi í Verzlunarskóla Íslands þegar hún birti mynd, fyrst allra kvenna af brjóstunum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Daginn eftir tók hún myndina út eftir að hafa fengið þær upplýsingar að umsóknarferlið hennar sem skiptinemi til Kosta Ríku gæti verið í hættu [12]. Hún ákvað þó að birta myndina aftur undir þeim formerkjum að hún væri að „krefjast jafnréttis og fullveldi yfir sínum eigin líkama.“
Verðlaun
breytaAdda vakti mikla athygli í kjölfar byltingarinnar og fékk hún meðal annars verðlaun fyrir gjörning sinn. Verðlaunin voru veitt á ungmennaráðstefnu í Taiwan og nefndust International Youth of the Year [13].
Viðburðir
breyta26. mars 2015 - Sundferð í Laugardalslauginni.
breytaÞrjár íslenskar stúlkur, Hanna María Geirdal, Karen Björk Eyþórsdóttir og Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, stóðu fyrir viðburð í Laugardalslauginni þar sem þær hvöttu kynsystur sína til að koma og mæta berar að ofan í sundlauginni [14].
13. júní 2015 - Samstöðufundur á Austurvelli
breytaStefanía Pálsdóttir og Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skipulögðu viðburð á Austurvelli og hvöttu konur til þess að koma og vera þær sjálfar, berbrjósta eða í fötum [15].
26. mars 2016 - Sundlaugapartý í Laugardalslauginni
breytaÍ tilefni af árs afmæli var haldið sundlaugarpartý í Laugardalslauginni [16].
26. mars 2016 - Bíósýning í Bíó Paradís
breytaFrí bíósýning var haldin í Bíó Paradís. Myndin Suffragette var sýnd og að henni lokinni var hægt að taka þátt í umræðunni um myndina og byltinguna [16].
Tilvísanir
breyta- ↑ http://www.ruv.is/frett/brjost-og-byltingar
- ↑ http://nutiminn.is/orskyring-brjostabyltingin-a-twitter/
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2017. Sótt 25. janúar 2017.
- ↑ 4,0 4,1 http://www.imdb.com/title/tt2298394/?ref_=nv_sr_1
- ↑ http://www.hollywoodreporter.com/news/free-nipple-picked-up-by-736179
- ↑ http://www.slate.com/blogs/xx_factor/2014/10/31/chelsea_handler_puts_a_topless_photo_on_instagram_and_protests_when_it_s.html
- ↑ http://www.visir.is/amber-rose-frelsadi-geirvortuna/article/2016160318789
- ↑ http://gawker.com/miley-cyrus-frees-her-nipples-in-topless-instagram-phot-1675985556
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/01/11/islenskar_konur_mega_bera_brjostin/
- ↑ http://www.visir.is/-vid-erum-ad-gengisfella-hefndarklam-/article/2015150329212
- ↑ http://www.visir.is/hildur-sverrisdottir-tekur-thatt-i-frelsun-geirvortunnar/article/2015150329247
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. september 2015. Sótt 26. janúar 2017.
- ↑ http://www.visir.is/hlaut-verdlaun-i-taevan-fyrir-free-the-nipple-atakid/article/2015151029781
- ↑ http://www.visir.is/aetla-berbrjosta-i-laugardalslaugina-og-vilja-thig-med/article/2015150329295
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/05/geirvorturnar_frelsadar_a_austurvelli/
- ↑ 16,0 16,1 http://www.visir.is/brjostabyltingunni-fagnad-a-morgun/article/2016160329335