[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Vilborg Dagbjartsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vilborg Dagbjartsdóttir (fædd 18. júlí 1930, látin 16. september 2021) var íslenskur rithöfundur.

Vilborg rithöfundur fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Guðmundsson og Erlendína Jónsdóttir. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún stundaði leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni og var í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist á árunum 1951 – 1953. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í Austurbæjarskóla í 43 ár. Vilborg er þekktust fyrir ljóð sín en eftir hana liggur einnig fjöldi rita fyrir börn, bæði frumsamdar sögur og þýðingar og auk þess námsefni. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans, 1956 – 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 – 1979.[heimild vantar]

Út komu tvær bækur um ævi Vilborgar:

Eiginmaður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður.

Félagsmál

[breyta | breyta frumkóða]

Vilborg var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og meðlimur í Samtökum herstöðvaandstæðinga. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970.

Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

Ljóðabækur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Laufið á trjánum, Heimskringla 1960
  • Dvergliljur, Helgafell 1968
  • Kyndilmessa, Helgafell 1971
  • Ljóð (heildarútgáfa), Mál og menning 1981
  • Klukkan í turninum, Forlagið 1992
  • Ótta (ljóðaúrval), Valdimar Tómasson 1994
  • Ljósar hendur (safnrit 3 skálda), Fjölvaútgáfan 1996

Barnabækur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Alli Nalli og tunglið, myndir Sigríður Björnsdóttir, Litbrá 1959
  • Alli Nalli og tunglið, myndir Gylfi Gíslason, Mál og menning, 1976 (endurútgáfa)
  • Tvær sögur um tunglið, myndir Gylfi Gíslason, Iðunn 1981
  • Sögur af Alla Nalla, myndir Friðrika Geirsdóttir, Mál og menning 1965
  • Labbi pabbakútur, myndskreytt af höfundinum, Mál og menning 1984
  • Sögusteinn, myndir Anna Cynthia Leplar, Bjallan 1983
  • Bogga á Hjalla, myndir Anna Cynthia Leplar, Mál og menning 1984

Þýddar barna- og unglingabækur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Albin er aldrei hræddur eftir Ulf Lövgren, Iðunn 1975
  • Albin hjálpar til eftir Ulf Lövgren, Iðunnn 1975
  • Húgó eftir Maria Gripe, Iðunn 1975
  • Benni og gæsirnar hans eftir Ivo de Werd Tjerk Zijlstra, Iðunn 1975
  • Albin og furðuhjólið eftir Ulf Lövgren, Iðunn 1977
  • Albin og undraregnhlífin eftir Ulf Lövgren, Iðunn 1977
  • Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1978
  • Náttpabbi eftir Maria Gripe, Mál og menning 1979
  • Ný skammarstrik Emils í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1979
  • Enn lifir Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1980
  • Litla hvíta Lukka eftir Helen Bannerman, Iðunn 1980
  • Dúa bangsi eftir Barbro Lindgren, Iðunn 1982
  • Dúa bíll eftir Barbro Lindgren, Iðunn 1982
  • Jólasveinninn, sagan af jólasveininum og búálfum hans á Korfafjalli eftir Mauri og Tarja Kunnas, Iðunn 1982
  • Sesselja Agnes (undarleg saga) eftir Maria Gripe, Mál og menning 1985
  • Hvað finnst þér? eftir Lena Borg, Monica Wedberg og Ulrika Åkerberg, Námsgagnastofnun 1987
  • Venjulegur dagur eftir Lena Borg, Monica Wedberg og Ulrika Åkerberg, Námsgagnastofnun 1987
  • Græna höndin og aðrar draugasögur eftir Ulf Palmenfelt, Mál og menning 1987
  • Ég vil ekki fara að hátta eftir Astrid Lindgren, Mál og menning 1989
  • Ævintýrið um hina undursamlegu kartöflu eftir Anders Sörensen, Skjaldborg 1990
  • Varenka eftir Bernadette, Örn og Örlygur 1990
  • Pétur Pan og Vanda eftir J.M. Barrie, Skjaldborg 1990
  • Þrammi eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
  • Margot eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
  • Dáti eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
  • Kalli eftir James Discoll, Skjaldborg 1990
  • Grænalín, Brúnalín og Bláalín eftir Elsa Beskow, Mál og menning 1991
  • Anis og Ölviður eftir Tove Fagerholm, Mál og menning 1991
  • Fagri-Blakkur, endursögn Robin McKinleys af sögu Önnu Sewell, Skjaldborg
  • Réttindi mín I, II, III (Barnasáttmáli Sþ), Námsgagnastofnun 1992
  • Anis og Ölviður eftir Tove Fagerholm (kennsluleiðbeiningar) , Mál og menning 1993
  • Blæjan eftir Inger Brattström, Mál og menning 1996
  • Skórnir í glugganum (gleðileg jólasaga) eftir Lisa Streeter Wenner, Mál og menning 1996
  • Karnival dýranna (tónsaga) eftir Edel Wallin, Námsgagnastofnun 1996
  • Karnival dýranna (leiksýning, kennsluleiðbeiningar)) eftir Edel Wallin/Ulla Bitsch Larsen, Námsgagnastofnun 1996
  • Þjóð Guðs (sögur úr Gamla testamentinu) eftir Geraldine Mc Caughrean, Mál og menning 1997
  • Ríki Guðs (sögur úr Nýja testamentinu) eftir Geraldine Mc Caughrean, Mál og menning 1999
  • Bestu vinir (skemmtilegar sögur um vináttu), ritstjórn: Anna Falk, Skjaldborg 2001

þýdd leikrit

[breyta | breyta frumkóða]
  • Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren, Leikfélag Hafnarfjarðar, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Vestmannaeyja
  • Aðalatriðið er að vera hress eftir Astrid Lindgren, í stórbók A. Lindgren, Mál og menning 1987

flutt í Útvarpsleikhúsinu (RÚV) og í skólum

Aðrar þýðingar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þrjár sögur eftir Saki, Forlagið 2000
  • Óskastundin (vikulegt barnablað sem fylgdi dagblaðinu Þjóðviljanum) 1956-1962
  • Kompan (barnasíða í sunnudagsblaði Þjóðviljans) 1975-1979
  • Sólhvörf (Bók handa börnum, Barnaverndarfélag Reykjavíkur 1960
  • Barnanna hátíð blíð (ásamt Þorvaldi Kristinssyni), söngvar og fróðleikur um jólin, Hlín Gunnarsdóttir myndskreytti, Forlagið 1993