[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Stóra-Laugardalskirkja

Hnit: 65°39′35″N 23°54′52″V / 65.659638°N 23.914499°V / 65.659638; -23.914499
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

65°39′35″N 23°54′52″V / 65.659638°N 23.914499°V / 65.659638; -23.914499 Stóra-Laugardalskirkja er kirkja á samnefndum kirkjubæ við norðanverðan Tálknafjörð. Núverandi kirkja var vígð 3. febrúar 1907, en efniviðurinn í hana var fluttur inn frá Noregi, tilsniðinn að mestu leyti. Byggingin tekur um 120 manns í sæti. Einn merkasti gripur Laugardalskirkju er prédikunarstóll, mikill og forn. Sagan segir að hann sé kominn úr dómkirkjunni í Óðinsvéum í Danmörku og danskur kaupmaður hafi gefið kirkjustaðnum í Laugardal hann.

Kirkjan á fleiri góða gripi, meðal annars afar fornan gylltan kaleik, patínu og kirkjuklukkur. Er önnur þeirra með ártalinu 1701. Altaristafla kirkjunnar er eftirlíking af síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci.

Orgel kirkjunnar er einnig hinn merkasti gripur en það var smíðað af Ísólfi Pálssyni og er sennilega frá því um 1920.