[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Landbúnaðarbyltingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nýsteinaldarbyltingin)
Býli eða íverustaður á Orkneyjum frá því 3.500 - 3.000 f.Kr.

Landbúnaðarbyltingin hófst við lok ísaldar eða fyrir um 10–12 þúsund árum (10.000 - 8.000 f kr.). Hún markar upphaf nýsteinaldar. Þá fóru menn að stunda akuryrkju og húsdýrahald en fram að því höfðu menn stundað veiðimennsku og söfnun.

Um þetta leyti fóru menn að framleiða mat í stað veiða og söfnunar. Þetta gerðist líklega fyrst í Austurlöndum nær og á Balkanskaga. Þetta hófst á svipuðum tíma í Asíu, Ameríku og Suðaustur-Evrópu, án þess að nokkur tengsl væru þar á milli. Talið er að útbreiðslan frá þessum meginstöðum hafi orðið með fólksflutningum og verslun. Þarna var mikið plöntulíf og dýralíf sem hægt var að rækta og temja.

Orsök landbúnaðarbyltingunnar eru umhverfisbreytingar við lok ísaldar. Gróður- og veðurfar breyttist þegar hlýnaði. Stórum veiðidýrum, s.s. mammútum sem lifðu á ísöld fækkaði og fólk leitaði í fiskveiðar og í jurtaríkið. Menn stunduðu sviðurækt, sem þýðir að skógar voru höggnir og síðan brenndir til að að rækta land, þ.e. síðan er sáð í öskuna og þykir góð uppskera úr henni. Jarðarbúum fjölgaði vegna staðbundinnar búsetu sem leiddi svo aftur af sér hærri fæðingartíðni. Fólk tamdi hjarðdýr sem nýttust einkar vel.

Nýjungar voru nauðsynlegar svo sem

Landbúnaður er talinn sjálfsprottinn í Nýju-Gíneu í Kyrrahafi.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]