[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Mikla Fiskafljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mikla Fiskafljót
Mikla Fiskafljót við Eastern Cape Dubbeldrift vernadarsvæðið.
Map
Staðsetning
LandSuður-Afríka
Einkenni
Hnit33°29′34″S 27°07′52″A / 33.4928°S 27.1311°A / -33.4928; 27.1311
Árós 
 • staðsetning
Indlandshaf
Lengd730 km (450 mi)
Vatnasvið30,366 km2 (11,724 sq mi)
breyta upplýsingum
Um miðbik Fiskafljóts mikla

Mikla Fiskafljót (kallað mikla til að greina það frá Namibíu-Fiskafljóti.) er fljót sem rennur 644 km um Suður-Afríku héraðið Eastern Cape.[1] Strandssvæðið milli Port Elizabeth og Fiskafljóts er þekkt sem Sunshine Coast. Mikla Fiskafljót var upphaflega nefnt Rio do Infante, eftir João Infante, skipstjóra á einu af skipum Bartolomeu Dias. Infante sigldi á fljótinu seint á 15. öld.[2]

Nafnið Mikli fiskur er byggt á misskilningi, þar sem það er þýðing á hollensku Groot Visch Rivier, sem var nafn á þverá í nágrenni Cradock, sem við samruna þess við Litlu Fiská (Klein Visch River) myndar það sem er kallað (Eastern Cape) Fiská.

Mikla Fiskafljót á upptök sín austan við Graaff-Reinet og rennur um Cradock. Lengra suður sameinast það Tarka-ánni. Þar bugðast hún til Cookhouse, áfram austur af Grahamstown áður en hún fer beina leið 8 km norðaustur af Seafield til Indlandshafsins.[3]

Fljótið er til staðar allt árið. Þó er yfirborðið lægra og streymið minna á þurra svæðinu á þurrka tímanum þar sem ekki gætir flóðs og fjöru en þau áhrif ná um 20 km frá ósnum upp fljótið. Nú er vatn notað frá Óraníufljótskerfinu til að viðhalda flæði á þurrka tímum.

Helstu hliðarár hennar eru Groot Brak áin, Tarka áin og Kap áin á vinstri hliðinni og Little Fish áin á hægri hliðinni. Mikla Fiskafljót er hluti af Fish to Tsitsikama vatnsstjórnarsvæðinu.[4] Tvær stíflur eru í fljótinu.

Veðurfarið á vatnasvæðinu er milt og úrkoman er um 650 mm; fellur aðallega um vor og haust. Hiti er á bilinu 12° C til 24° C en fer niður í 2° C og upp í 40° C.

Vistkerfið

[breyta | breyta frumkóða]

Á áttunda áratugnum var sett í gang umfangsmikið verkefni þar sem vatni úr Orangefljóti var veitt um Fiskifljót til notkunar í landbúnaði og iðnaði. Göngin sem grafin voru fyrir þetta voru umfangsmikið verkfræðiverkefni með innrennsli í Oviston (skammstöfun á afrískaans fyrir Orange-Fisk göng). Oviston er á ströndum Gariep stíflunnar. Vatnaflsvirkjun er við Fiskifljótsafrennslið, en hún er óhagkvæm og því ekki í notkun.

Blöndun vatns af tveimur vatnasviðum hefur haft í för með sér umhverfisslys. Stór hluti af Fiskafljóts vistkerfinu er nú undirlagt af flóru og fánu Órangefljóts.

Við ósinn eru friðuð tré. Aðrar mikilvægar tegundir eru akasía, dombeya_rotundifolia, schotia_afra, strelitzia nicolai, acokanthera_oblongifolia, harpephyllum_caffrum og zanthoxylum_capense.

Í Kat ánni, sem er hluti af Mikla Fiskifljóts vatnasvæðinu er lítill hópur sandelia bainsii sem er í útrýmingarhættu.[5]

Í árósum Fiskafljóts eru nokkrar tegundir af stórum og litlum spendýrum, þar á meðal fimm antílóputegundir, kjarrsvín, ýmsar nagdýrategundir þar á meðal mongús, hyrax, hérar, rottur, mýs, leðurblökur og suður-afrískur villiköttur og puntsvín. Algengasta villta spendýrið er vervet apinn, sem hefur verið þekktur fyrir að grípa mat undir nefinu á grunlausum gestum. Það hafa fundist yfir 135 tegundir fugla við fljótið, þar á meðal litríkur knysna lourie, konungsfiskur og tignarlegur fiskiörn. Þar eru 26 tegundir snáka, þar af eru fimm eitraðir.

Landkönnuðurinn Emil Holub fer yfir Mikla Fiskafljót nálægt Cradock (1879).

Á 19. öld myndaði fljótið landamæri Cape Colony og var mjög umdeild í Xhosa stríðunum á árunum 1779 til 1878. Stríðið var að milli Xhosa þjóðarinnar á annars vegar og Afrikaner nýlendumanna og breska heimsveldisins hins vegar. Árið 1835 var Fingofólkinu leyft að setjast að á árbakkanum.[6][7] Á meðan á aðskilnaðarstefnu stóð mynduðu neðri hlutarnir fljótsins vesturmörk sjálfstæðs lands Ciskei. Á árunum 1846 til 1847 varð Fiskafljótssvæðið miðdepill Axestríðsins, sem var eitt af nokkrum landamærastríðum á þeim tíma milli Xhosa þjóðarinnar og Bretlands. Ferja var byggð við Fiskafljót til að tengja Cape Colony (vesturhlið ána) við Waterloo Bay (lítil flói nálægt ósi Old Woman's ár sem nú rennur í gegnum Fiskiár Sun). Waterlooflói er nefndur eftir fyrsta skipi sem setti hernaðargögn og birgðum á land í flóanum í stríðinu. Nokkur skip sukku á árbökkum Fiskafljóts á þessum árum.[1] Eftirfarandi staðir eru þekktir sögulegir við ósa Fiskafljóts:

Maitland herbúðir

[breyta | breyta frumkóða]

Aðalherbúðirnar voru á austurbakkanum á Old Woman's fljóti, sem kallast Cape Maitland, til heiðurs Sir Peregrine Maitland sem var ríkisstjóri Cape Colony. Nafninu var síðar breytt í Fort Albert til heiðurs eiginmanns Viktoríu drottningar. Búðirnar samanstóðu af kofum og tjöldum umkringdar jarðveggjum. Þær voru yfirgefnar í lok stríðsins. Svæðið var enduruppgötvað þegar mikið af minjum voru afhjúpaðar við lagningu golfvallar.[2]

Broxholm kotið

[breyta | breyta frumkóða]

Talið er að C. Broxholm liðþjálfi hafi byggt einu bygginguna sem hefur varðveist eftir stríðið og er á austurhlið fljótsins. Kotið var byggt árið 1846 selt ári síðar til hr. J Kidd af Wesleyan Missionary Society sem ætlaði að hefja trúboð í Waterlooflóa.

Hermannakirkjugarður

[breyta | breyta frumkóða]

Sumir hermannanna sem dóu við hernám Waterlooflóa voru grafnir í litlum kirkjugarði nálægt austurbakkanum við Old Woman's fljót. Grafirnar voru ekki merktar en talið er að meðlimir 6. og 45. herdeildarinnar og Cape Levy hafi verið grafnir þar. Rjóður á milli sandalda markar Fiskafljóts Sun Resort.[3]

Borgaralegar búðir

[breyta | breyta frumkóða]

Stórar borgaralegar búðir með verslunarmiðstöðvum og gistiheimilum sem fylgdu herbúðunum voru greinilega staðsettar á vesturhlið Old Woman's fljótsins. Allar sögulegar leifar eru nú undir golfvellinum.[4]

Ef kafað er á svæðinu má enn sjá flök skipanna Catherine og Justina. Skipin sukku á fjórða áratugnum og eru innan við einn km frá ósi Fiskafljóts.[5]

Efnahagsmál

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þrátt fyrir nafnið er veiði sem stunduð er á svæðinu aðallega sportveiði.
  • Á hverju ári er Fish River Canoe Marathon, vinsæll atburður sem fer fram á tveimur dögum frá Grassridge stíflu að Cradock.
  • Köfun við árósana er áhugaverð vegna þeirra fjölmörgu skipsflaka sem þar er að finna: SS Cariboo, SS Kilbrennan og Waterloo, til að nefna nokkur.

Miklifiskhöfði

[breyta | breyta frumkóða]

Á Miklafiskhöfða er viti nálægt ósi Mikla Fiskafljóts, um 25 km frá ströndinni Port Alfred.

Áður en vitinn var reistur árið 1898 voru tvö skipsljós með föstum grænum ljósum reist á fánastangir í Port Alfred, en reyndust ófullnægjandi. Klukkutækið sem notað var til að keyra linsuna er enn óskaddað og til sýnis.

Þótt vitinn sjálfur sé aðeins níu metrar hár er hann 76 m yfir sjávarmáli.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Riviere van Suid-Afrika“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2012. Sótt 18. mars 2012.
  2. Raper, Peter Edmund (1987). Dictionary of Southern African Place Names. Johannesburg: Human Science Research Council. (public domain)
  3. O'Keeffe, J. H.; De Moor, F. C. (janúar 1988). „Changes in the physico-chemistry and benthic invertebrates of the great fish river, South Africa, following an interbasin transfer of water“. Regulated Rivers: Research & Management. 2 (1): 39–55. doi:10.1002/rrr.3450020105. ISSN 0886-9375.
  4. „Fish to Tsitsikama WMA 15“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2017. Sótt 29. mars 2012.
  5. Sandelia bainsii
  6. Theal, George McCall (1894). South Africa (the Cape Colony, Natal, Orange Free State, South African Republic, and all other territories south of the Zambesi). London: Unwin. bls. 87–88. Sótt 7. febrúar 2010.
  7. Doke,Clement M.; Dart,Raymond A.; Goodwin,A.J.H.; Marais,J.S.; Eiselen,W.M. (1962). The Bantu Speaking Tribes Of South Africa. Routledge And Kegan Paul Limited. bls. 333–334.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]