[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Hjálmlaukur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hjálmlaukur
Laukstilkar með litlum æxlilaukum efst.
Laukstilkar með litlum æxlilaukum efst.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. × proliferum

Hjálmlaukur (fræðiheiti: Allium ×proliferum) er svipaður venjulegum matlauk en í stað blóma vaxa litlir æxlilaukar efst á stilknum. Erfðarannsóknir hafa sýnt fram á að hjálmlaukur er blendingur matlauks (A. cepa) og pípulauks (A. fistulosum).[1] Hægt er að borða bæði sjálfan laukinn, blöðin og æxlilaukana. Laukurinn er oftast frá 0,5 til 3 sentimetrar að stærð.

Á enski kallast hjálmlaukurinn einnig gangandi laukur, vegna þess að stilkarnir svigna oft undan þunga lauksinns og síga þá niður á jörð og festa þar rætur, á þann hátt dreifir hann sér oft. Einnig hefur hann verið nefndur egypski laukurinn, og ein saga þess nafns segir að hann hafi verið fluttur til Evrópu af Rómafólki.[2]

Það að mynda lauka í stað blóma efst á stilkum, má sjá hjá fleiri tegundum lauka eins og hvítlauk (A. sativum).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Friesen, N. & M. Klaas (1998). „Origin of some vegetatively propagated Allium crops studied with RAPD and GISH“. Genetic Resources and Crop Evolution. 45 (6): 511–523. doi:10.1023/A:1008647700251.[óvirkur tengill]
  2. Ruttle, Jack. „Confessions of an Onion Addict“. National Gardening Association. Sótt 17. febrúar 2011.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.