Khalid Sheikh Mohammed
Khalid Sheikh Mohammed (arabíska: خالد شيخ محمد; f. 1. mars 1964 eða 14. apríl 1965) er fangi Bandaríkjanna vegna gruns um aðild að hryðjuverkunum 11. september 2001. Hann var ákærður 11. febrúar 2008 fyrir stríðsglæpi og fjöldamorð. Hann var meðlimur í íslömsku hryðjuverkasamtökunum Al-Kaída og er í skýrslu 11. september-nefndarinnar sagður vera „aðalskipuleggjandi árásanna 11. september“.[1]
Hann var handtekinn í Rawalpindi í Pakistan 1. mars 2003. Réttarhöld yfir honum áttu að hefjast árið 2021.[2]
Þann 31. júlí 2024 gerði Mohammed samning við bandarísk stjórnvöld um að játa á sig ábyrgð á árásinni á tvíburaturnana gegn því að fallið yrði frá kröfum um dauðadóm gegn honum og hann í staðinn dæmdur til lífstíðarfangelsis.[3][4] Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greip hins vegar fyrir hendur saksóknara og lét afturkalla samkomulagið þann 3. ágúst.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Alexander Kristjánsson (11. september 2021). „Tuttugu ár frá hryðjuverkunum 11. september“. RÚV. Sótt 20. september 2021.
- ↑ Margrét Helga Erlingsdóttir (30. ágúst 2019). „Krefjast dauðadóms yfir Al Qaeda-liðum í réttarhöldum sem hefjast 2021“. Vísir. Sótt 31. ágúst 2019.
- ↑ Hólmfríður Gísladóttir (1. ágúst 2024). „Samkomulag í höfn við höfuðpaura hryðjuverkaárásanna 11. september“. Vísir. Sótt 1. ágúst 2024.
- ↑ „Skipuleggjandi 9/11 sagður játa sök“. mbl.is. 31. júlí 2024. Sótt 1. ágúst 2024.
- ↑ Alexander Kristjánsson (3. ágúst 2024). „Varnarmálaráðherra afturkallar samkomulag við höfuðpaur hryðjuverkanna 11. september“. RÚV. Sótt 3. ágúst 2024.