[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Kasakstanía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kasakstanía, einnig þekkt sem Kasakstanbálkurinn, er lítið jarðsögulegt svæði í Mið-Asíu. Það inniheldur svæðið norðan og austan við Aralvatn, sunnan við síberíska meginlandskjarnann og vestan við Altajfjöll og Balkasvatn. Kasakstanía nær yfir stærstan hluta ríkisins Kasakstan og er alls 1,3 milljónir ferkílómetrar að stærð. Dsungaría í Xinjiang í Kína er líka hluti af Kasakstaníu, þó það svæði sé stundum nefnt Junggarbálkurinn.

Talið er að Kasakstanía sé aðallega blanda af eldfjallaeyjum frá fornlífsöld og litlum meginlandsjarðmyndunum sem runnu saman á Ordóvisíumtímabilinu og mynduðu sérstakt meginland. Á Kola- og Permtímabilinu rakst Síberíuflekinn á Kasakstaníu og myndaði Altajfjöll. Síðar rakst meginlandið Baltíka á þennan landmassa þegar Úralfjöll mynduðust og undirstaðan undir það sem í dag er Evrasía.

Kasakstanía er að mestu flatlendi. Einu fjöllin eru Tarbagatajfjöll í austri við Karaganda sem ná 1.565 metra hæð. Stærstur hluti Kasakstaníu er þurr og nánast ekkert vatn rennur frá svæðinu til hafs. Þar eru þó stór beitarlönd þar sem svæðið er grasi vaxið. Kasakstanía var of þurr fyrir jökulmyndun á Ísöld. Í Kasakstaníu er að finna allt að fjórðung af staðfestum úranforða heimsins og þar eru líka nokkrar af stærstu námum blýs, sinks og antímons í heiminum. Á suðurjaðri svæðisins, í Turandældinni, eru stórar jarðgaslindir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.