[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Philadelphia

Þessi grein er gæðagrein að mati notenda Wikipediu.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fíladelfía)
Philadelphia
Viðurnefni: 
Philly, Borg bróðurkærleikans, Quaker borgin
Kjörorð: 
Philadelphi maneto (megi bróðurkærleikurinn vara)
Staðsetning Philadelphia
LandBandaríkin
RíkiPennsylvanía
SýslaPhiladelphia
Stofnun27. október 1682
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriJim Kenney (D)
Flatarmál
 • Samtals349,9 km2
Mannfjöldi
 (2020)
 • Samtals1.603.797
 • Þéttleiki4.608,86/km2
Svæðisnúmer215
TímabeltiUTC -5
Vefsíðaphila.gov

Philadelphia er sjötta stærsta borg Bandaríkjanna og stærsta borg Pennsylvaníu. Frá árinu 1854 hafa borgarmörkin verið þau sömu og sýslumörk Philadelphiasýslu og frá 1952 hafa borgar- og sýsluyfirvöld spannað yfir sama landsvæðið, en samt sem áður er sýslan enn til sem sérstakt svæði í Pennsylvaníu. Íbúafjöldi borgarinnar 2019 var áætlaður tæpar 1,6 milljónir. Á stórborgarsvæðinu búa 6,1 milljón. Í borginni er þriðji stærsti miðbæjarkjarni Bandaríkjanna, á eftir New York og Chicago. Philadelphia er næststærsta borgin á austurströnd Bandaríkjanna á eftir New York.

Stórborgarsvæði Philadelphiu er það fjórða stærsta í Bandaríkjunum samkvæmt núverandi opinberri skilgreiningu en á svæðinu búa um 6,1 milljónir manna. Samkvæmt öðrum skilgreiningum er stórborgarsvæði Philadelphiu það sjötta stærsta á eftir stórborgarsvæði San Francisco og Washington-Baltimore. Philadelphia er helsta borgin á stórborgarsvæði Delawaredals.

Philadelphia er ein elsta borg Bandaríkjanna og ein sú þýðingamesta í sögu landsins. Á 18. öld var borgin um skamma hríð önnur höfuðborg landsins og fjölmennasta borgin. Á þeim tíma var hún mikilvægari en bæði Boston og New York-borg í stjórnmálum og viðskiptum en Benjamin Franklin átti mikinn þátt í að gera borgina að mikilvægri miðstöð stjórnmála, viðskipta og menntunar.

Fram til ársins 1854, þegar borgarmörkin urðu þau sömu og sýslumörk Philadelphiu sýslu, afmarkaðist borgin af South Street, Vine Street, Delaware fljóti og Schuylkillánni. Með stækkun borgarinnar bættust við þau svæði sem í dag eru Vestur-Philadelphia, Suður-Philadelphia, Norður-Philadelphia og Norðaustur-Philadelphia sem og Þýska hverfið og mörg smærri hverfi.

Philadelphia er einnig einn stærsti háskólabær Bandaríkjanna en í borginni búa um 120.000 háskólanemar, sem stunda nám í háskólum innan borgarmarkanna, en um 300.000 nemendur stunda nám á stórborgarsvæðinu.

Landafræði og veðurfar

[breyta | breyta frumkóða]

Landafræði

[breyta | breyta frumkóða]
Gervihnattamynd af Philadelphiu tekin af Landsat 7 gervihnetti NASA. Greina má Delawarefljót á myndinni.

Samkvæmt bandarísku hagstofunni United States Census Bureau þekur borgin 369,4 km² (142,6 mi²). Þar af eru 349,9 km² (135,1 mi²) þurrlendi og 19,6 km² (7,6 mi²) undir vatni, en það eru 5,29% alls svæðisins. Helstu vatnsföllin eru Delaware-fljót, Schuylkill-áin, Cobbs Creek, Wissahickon Creek og Pennypack Creek.

Lægsti punktur innan borgarmarkanna er 3 m (10 fet) yfir sjávarmáli, nærri Fort Mifflin í Suðvestur-Philadelphia þar sem Delaware- og Schuylkill-árnar mætast. Hæsti punkturinn er í Chestnut Hill, 132 m (432 fet) yfir sjávarmáli, nærri Evergreen Place, rétt norðan og vestan við Evergreen Avenue.

Veðurfar er temprað með fjórum árstíðum. Sumrin eru heit og rök, einkum í júlí og ágúst. Haust og vor eru venjulega mild. Úrkoma er að mestu jöfn árið um kring, með um sex til níu rigningardaga á mánuði, að meðaltali um 1068 mm (42 tommur) á ári. Vetur geta verið kaldir en sjaldan fer hitinn niður fyrir -10 °C. Snjókoma er afar breytileg. Sumir vetur eru snjóþungir en aðra snjóar lítið. Í miðborginni og úthverfum borgarinnar í New Jersey snjóar venjulega lítið en norðan og vestan við stórborgarsvæðið snjóar meira. Meðalhitinn í janúar er milli -4 °C (25 °F) og 4 °C (39 °F). Í júlí er meðalhitinn milli 21 °C (70 °F) og 30 °C (86 °F) en þegar hitabylgjur skella á um sumur getur hitinn hæglega náð 35 °C (95 °F). Mesti kuldi sem skráður hefur verið var -22 °C (-7 °F) árið 1984 en mesti hiti sem skráður hefur verið var 40 °C (104 °F) árið 1966. Snemma hausts og seint um vetur er venjulega þurrasti tíminn. Febrúar er úrkomuminnsti mánuðurinn með 69,8 mm (2,74 tommur) úrkomu. Sumrin eru venjulega rök og úrkomumikil en úrkoma er mest í júlí með 111,5 mm (4,39 tommur) úrkoma.

Skýjakljúfar

[breyta | breyta frumkóða]
Philadelphia, horft til norðurs. Hæstu byggingarnar tvær eru One Liberty Place og Two Liberty Place.

Hæstu byggingar borgarinnar eru:

Hæð
Sæti Nafn (ft) (m) Hæðir Byggingarár
1 One Liberty Place 945 288 61 1987
2 Two Liberty Place 848 258 58 1990
3 Mellon Bank Center 792 241 54 1990
4 Bell Atlantic Tower (Verizon Tower) 739 225 55 1991
5 G. Fred DiBona, Jr. Building 625 191 45 1990
6 One Commerce Square 565 172 41 1987
7 Two Commerce Square 565 172 41 1992
8 Philadelphia City Hall 548 167 9 1901
9 1818 Market Street 500 152 40 1974
10 The St. James 498 152 45 2004
11 Loews Philadelphia Hotel 492 150 36 1932
12 PNC Bank Building 491 150 40 1983
13 Centre Square II 490 149 40 1973
14 Five Penn Center 490 149 36 1970
15 One South Broad 472 144 28 1932

Hagkerfi Philadelphiu byggir einkum á framleiðslu, matvælaiðnaði og fjármálaþjónustu. Í borginni er starfrækt kauphöll sem er elsta kauphöll Bandaríkjanna.

Fólk og menning

[breyta | breyta frumkóða]

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Philadelphia
Fólksfjöldi eftir árum [1]

1790 - 28.522
1800 - 41.220
1810 - 53.722
1820 - 63.802
1830 - 80.462
1840 - 93.665
1850 - 121.376
1860 - 565.529
1870 - 674.022
1880 - 847.170
1890 - 1.046.964
1900 - 1.293.697
1910 - 1.549.008
1920 - 1.823.779
1930 - 1.950.961
1940 - 1.931.334
1950 - 2.071.605
1960 - 2.002.512
1970 - 1.948.609
1980 - 1.688.210
1990 - 1.585.577
2000 - 1.517.550 2010 - 1.526.006

Philadelphia er þekkt fyrir samlokur, sem kallast „cheesesteaks“ og eru gjarnan kenndar við borgina, þ.e. Philadelphia cheesesteak eða einfaldlega Philly cheesesteak.

Fjölmiðlar

[breyta | breyta frumkóða]

Prentmiðlar

[breyta | breyta frumkóða]

Í Philadelphiu eru gefin út tvö stór dagblöð, Philadelphia Inquirer og Philadelphia Daily News. Einnig koma út vikuleg blöð, þ.á m. Philadelphia Business Journal, Philadelphia Weekly, Philadelphia City Paper, South Philly Review og Philadelphia Gay News. Philadelphia Magazine er tímarit sem kemur út mánaðarlega.

Söfn og áhugaverðir staðir

[breyta | breyta frumkóða]
Listasafn Philadelphiu
Independence Hall

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]
Íþróttafélag Íþróttagrein Deild Íþróttahöll
Philadelphia Eagles Amerískur Fótbolti National Football League; NFC Lincoln Financial Field
Philadelphia Phillies Hafnabolti Major League Baseball; NL Citizens Bank Park
Philadelphia 76ers Körfubolti National Basketball Association Wells Fargo Center
Philadelphia Flyers Íshokkí National Hockey League Wachovia Center
Philadelphia Wings Innanhúss Lacrosse National Lacrosse League Wachovia Center
Philadelphia Barrage Lacrosse Major League Lacrosse Villanova Stadium
Philadelphia Soul Innanhúss Amerískur Fótbolti Arena Football League Wachovia Center
Philadelphia að næturlagi

Líkt og í mörgum bandarískum borgum jukust glæpir í Philadelphiu jafnt og þétt á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Morðtíðni náði hámarki árið 1990 með 503 morð, með 31,5 morð á 100.000 íbúa. Mestallan tíunda áratug 20. aldar voru framin að meðaltali um 400 morð á ári í borginni. Árið 2002 náði morðtíðni í borginni lágmarki með 288 morð en árið 2005 hafði fjöldi morða aftur náð 380, með 25,85 morð á 100.000 á íbúa.

Almenningsskólar

[breyta | breyta frumkóða]

Skólakerfi borgarinnar heitir School District of Philadelphia og þjónar það öllum hverfum borgarinnar. Í öllum skólum borgarinnar klæðast nemendur skólabúningum.

Einkaskólar

[breyta | breyta frumkóða]

Í Philadelphiu eru fjölmargir kaþólskir einkaskólar.

Æðri menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Háskólar innan borgarmarkanna:

Háskólar í nágrenni Philadelphiu:

Tveir flugvellir þjóna Philadelphiu, Philadelphia International Airport (PHL) og Northeast Philadelphia Airport (PNE), og eru þeir báðir innan borgarmarkanna (PHL teygir sig út fyrir borgarmörkin). PHL þjónar jafnt innanlandsflugi sem utanlandsflugi en PNE þjónar smærri flugáætlunum einstaklinga og fyrirtækja.

Philadelphia í kvikmyndum

[breyta | breyta frumkóða]

Philadelphia í bókmenntum

[breyta | breyta frumkóða]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Population of the 100 largest cities and other urban places in the United States: 1790 to 1990“. Sótt 14. október 2007.

Fyrirmynd greinarinnar var „Philadelphia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. mars 2006.