[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Ellie Goulding

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ellie Goulding
Ellie Goulding á tónleikum
Ellie Goulding á tónleikum
Upplýsingar
UppruniHereford, Herefordshire, England
Ár virk2007 – í dag
StefnurSjálfsætt popp
Rafpopp
Synthpop
ÚtgáfufyrirtækiNeon Gold
Polydor
Cherrytree
Interscope
Vefsíðaelliegoulding.com

Elena Jane Goulding (fædd 30. desember 1986), betur þekkt sem Ellie Goulding, er ensk söngkona og lagahöfundur. Árið 2008 vann hún verðlaun á BRIT Awards. Árið eftir skrifaði hún undir samning við Polydor Records og gaf út fyrstu smáskífuna sína, An Introduction to Ellie Goulding. Fyrsta hljómplatan hennar, Lights, kom út árið 2010. Hljómplatan hlaut fyrsta sæti breska vinsældalistans en yfir 650.000 eintök seldust þar. Önnur hljómplatan hennar, Halcyon, kom út árið 2012 og fékk jákvæða gagnrýni. Platan náði öðru sæti á breska topplistanum.

Ellie Goulding er sópran og tónlist hennar hefur verið líkt við tónlist þeirra Kate Nash, Lykke Li og Tracey Thorn.

Goulding fæddist og ólst upp í litlum bæ nálægt Hereford í sýslunni Herefordshire á Englandi. Hún er annað fjögurra barna. Þegar hún var níu ára byrjaði hún að spila á klarínett en byrjaði að læra gítar við 14 ára aldur. Hún fór í skólann Lady Hawkins' School í þorpinu Kington, þar sem hún lék mikilvæga persónu í skólaleikriti, Galdrakarlinum í Oz. Hún byrjaði að semja lög þegar hún var 15 ára og vann söngvakeppni í menntaskóla.

Eftir að hefja nám í leiklist við háskólann í Kent, þar sem hún uppgötvaði raftónlist, byrjaði hún að þróa tónlistarstíl sinn með aðstoð Frankmusik, sem hún vann með í laginu „Wish I Stayed“. Starsmith tónlistarmaður og plötusnúður hjálpaði henni líka og vann saman með henni í plötunni Lights. Eftir tvö ár í háskóla var henni ráðlagt að taka fríár þannig að hún gæti stundað söng og svo flutti hún til Vestur-London.

Henni finnst gaman að hlaupa og hleypur um það bil 9,5 km á hverjum degi. Árið 2010 tilkynnti hún að hún ætlaði að taka þátt í maraþoni. Við útgáfu annarrar smáskífunnar hennar Run Into the Light bauð hún nokkrum aðdáendum í gegnum Facebook að hlaupa með henni í sjö breskum borgum. Hún hefur sagst ætla gera það sama í Evrópu og Norður-Ameríku. Goulding er talin vera í mjög góðu líkamsástandi.

Goulding skrifaði undir samning við Polydor Records í september 2009 og fyrsta smáskífan hennar „Under the Sheets“ kom út í rafrænu formi 15. nóvember 2009. Smáskífan fór í 53. sæti á breska vinsældalistanum. Hún fór á tónleikaferð með Little Boots í október 2009 og söng lögin „Under the Sheets“ og „Guns and Horses“ á sjónvarpsþættinum Later... with Jools Holland. Á Bretlandi var lagið „Wish I Stayed“ fría lag vikunnar 22. – 28. desember 2009 í iTunes Store.

2009–11: Lights og Bright Lights

[breyta | breyta frumkóða]
Ellie Goulding á tónleikum í Amsterdam 17. júní 2010

Fyrsta hljómplata Goulding, Lights, kom út í mars 2010 og hlaut fyrsta sæti á breska vinsældalistanum og sjötta sæti á írska listanum. Smáskífur þessarar plötu „Starry Eyed“, „Guns and Horses“ og „The Writer“ hlutu 4., 26. og 19. sæti hver um sig. Yfir 620.000 eintök af plötunni hafa selst á Bretlandi frá og með apríl 2012. Í ágúst 2010 gaf Goulding út aðra skífu, Run Into the Light, með endurunnum lögum af Lights. Nike styrkti skífuna en hún var gefin út af Polydor sem hlaupaskífa með það í huga að gera tónlist eftir Goulding vinsæla meðal hlaupara.

Platan Lights var gefin út aftur sem Bright Lights í nóvember 2010 með sex nýjum lögum. Í upphafi var tilkynnt að aðalsmáskífa plötunnar væri ný útgáfa af laginu Lights og ætlað var að lagið yrði gefið út 1. nóvember 2010. Hætt var við þessa hugmynd og þannig að útgáfa Goulding af laginu „Your Song“ eftir Elton John gæti verið gefin út saman með jólaauglýsingu bresku deidarverslunarinnar John Lewis. Þessi smáskífa varð sú vinsælasta eftir Goulding þangað til og hlaut annað sæti á breska vinsældalistanum. Lagið var líka gefið út í öðrum evrópskum löndum og komst á nokkra topplista þar.

Við útgáfu Lights fór Goulding á tónleikaferð og spilaði með Passion Pit í mars 2010 og John Mayall í maí 2010. Um sumarið sama ár spilaði hún á nokkrum tónlistarhátíðum. Þann 29. maí spilaði hún á hátíðinni Dot to Dot Festival í Bristol. Hún spilaði svo á Glastonbury-hátíðinni á John Peel-sviðinu. Þriðja smáskífan hennar var tónleikaplata sem tekin var upp á iTunes Festival 2010. Allur flutningurinn fylgdi síðar með iTunes-útgáfu plötunnar Bright Lights. Hún söng í fyrsta skiptið á hátíðinni T in the Park árið 11. júlí og svo á V Festival í ágúst sama ár. Í september spilaði hún á Bestival-hátíðinni á Wighteyju. Við útgáfu plötunnar í meginlandi Evrópu flutti hún á hátíðunum Pukkelpop í Belgíu, Open'er Festival í Póllandi og Benicàssim á Spáni. Sama árið var lagið hennar „Every Time You Go“ notað í sjónvarpsþættinum Vampire Diaries, lagið „Your Biggest Mistake“ notað í þættinum The Inbetweeners og lagið „Believe Me“ notað í 90210. Í ágúst og september 2010 söng hún með írsku hljómsveitinni U2 á tónleikaferð þeirra í München, Vín og Zürich. Hún hóf sína eigin tónleikaferð í Bandaríkjunum og Kanada í febrúar 2011 á sama tíma og norður-ameríska útgáfan af Lights kom út.

Í janúar 2011 var tilkynnt að lagið Lights væri önnur smáskífa plötunnar Bright Lights. Í fyrri hluta ársins 2011 tók hún upp lag fyrir kvikmyndina Life in a Day. Goulding hlaut fimmta sæti á topplista Rolling Stone í febrúar 2011. Hún var tilnefnd til tveggja verðlauna á BRIT Awards það ár en vann þau ekki. Áður hafði hún sungið á verðlaunaveislu BRIT Awards þar sem tilnefningarnar eru tilkynntar.