[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Hunangsbý

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Apis)
Hunangsbý
Tímabil steingervinga: Olígósen til nútíma.
Evrópskt hunangsbý ber frjókorn í búið.
Evrópskt hunangsbý ber frjókorn í búið.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Ætt: Hunangsfluguætt (Apidae)
Undirætt: Apinae
Ættflokkur: Apini
Latreille, 1802
Ættkvísl: Apis
Linnaeus, 1758
  Apis andreniformis   Apis cerana   Apis dorsata   Apis florea   Apis koschevnikovi   Apis nigrocincta   Apis mellifera
  Apis andreniformis
  Apis cerana
  Apis dorsata
  Apis florea
  Apis koschevnikovi
  Apis nigrocincta
  Apis mellifera
Species
  • Subgenus Megapis:
  • Subgenus Apis:

Hunangsbý (fræðiheiti: Apis) eru ættkvísl býflugna sem einkennast af því að þær gera sér fjölær býflugnabú úr vaxi þar sem þær safna hunangi. Sjö tegundir hunangsbýja eru nú viðurkenndar og 44 undirtegundir. Áður voru tegundirnar taldar vera 6–11 talsins. Þekktasta hunangsbýið er vestræna alibýflugan sem er alin sem húsdýr til að framleiða hunang og vax og til að frjóvga nytjajurtir. Hunangsbý eru aðeins lítið brot af þeim 20.000 tegundum sem teljast til býflugna. Sumar skyldar tegundir býflugna af öðrum ættkvíslum framleiða líka hunang, þar á meðal broddlausar býflugur, en aðeins flugur af ættkvíslinni Apis teljast sönn hunangsbý. Býflugnafræði er undirgrein skordýrafræði sem fæst við rannsóknir á býflugum.

Ættkvíslarnafnið Apis er Latína fyrir "bý".[1]

Apis dorsata á Tribulus terrestris í Hyderabad Indlandi
líkamsbygging kvenkyns flugu
Apis dorsata á búinu

Erfðafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Litningafjöldinn í þremur greinum býflugna er: Micrapis 2N = 16, Megapis 2N = 16, and Apis 2N = 32. Drónar allra tegunda hafa 1N litningafjölda. Genamengi Apis hefur verið kortlagt.

Apis florea og Apis andreniformis eru smáar býflugur frá Suður- og Suðaustur-Asíu. Þær gera smá berskjölduð bú í trjám og runnum. Stingir þeirra ná yfirleitt ekki í gegnum mannshúð, svo meðhöndlun þeirra þarfnast bara lágmarks varnarbúnaðs. Þær eru fornastar af núverandi býflugum, kannski aðskildar öðrum stofnum um Bartonian (fyrir um 40 milljón árum eða aðeins seinna), en virðast ekki hafa aðgreinst hvor frá annarri í langan tíma fyrir Neogene.[2] Apis florea eru með minna vænghaf en systurtegundin.[3] Apis florea eru einnig algular nema vinnubý sem eru með svartan skjöld (scutellum).[3]

Tvær tegundir er viðurkenndar í undirættkvíslinni Megapis. Þær byggja vanalega stakar eða fáar berar plötur hátt í trjám, á klettum og stundum byggingum. Þær geta verið mjög árásargjarnar og geta auðveldlega stungið fólk til bana.

  • Apis dorsata, risabý, upprunnin og algeng um mest af Suður- og Suðaustur-Asíu.
    • A. d. binghami er flokkuð sem undirtegund af risahunangsflugunni eða sem eigin tegund; í seinna tilfellinu þyrfti A. d. breviligula og/eða aðrar undirtegundir að teljast sjálfstæðar tegundir líka.[4]
    • A. d. laboriosa, Himalajabý, var upphaflega lýst sem sjálfstæðri tegund. Seinna var hún sett undir A. dorsata sem undirtegund[5], en fræðimenn sem nýtt hafa erfðagreiningu telja hana nú sjálfstæða tegund.[2] Aðeins í Himalajafjöllum er hún lítt frábrugðin A. dorsata í útliti, en hefur umtalsverða hegðunaraðlögun sem gerir henni kleift að lifa hátt yfir sjávarmáli þrátt fyrir lágan umhverfishita. Hún er stærsta núverandi hunangsflugan.
Apis cerana frá Hong Kong

Þetta eru þrjár eða fjórar tegundir. Hið rauðleita Koschevnikovs-bý (Apis koschevnikovi) er frá Borneó. Apis cerana, austræna hunangsbýið, er hefðbundin hunangsfluga Suður- og Austur-Asíu, höfð í búum svipað og A. mellifera, þó í miklu minna mæli og staðbundnara. Enn er óljóst með undirtegundirnar A. c. nuluensis og Apis nigrocincta. Nýjustu greiningarnar/kenningarnar eru að þetta séu sjálfstæðar tegundir, og að A. cerana sé jafnvel undirættkvísl.[2]

Alibýflugan er upphaflega frá Austur-Afríku.

A. mellifera, algengasta ræktaða tegundin, var þriðja skordýrið sem vísindamenn kortlögðu genamengið hjá. Þær virðast hafa orðið til í Austur-Afríku og breiðst út þaðan til Norður-Evrópu og austur til Asíu til Tien Shan-fjallakeðjunnar. Margar undirtegundir hafa lagað sig að svæðisbundnum aðstæðum og veðurfari; að auki hafa blendingar svo sem Buckfast-bý verið ræktaðir. Hegðun, litur og lögun geta verið breytileg frá einni undirtegund (eða afbrigði) til annarrar.

Apis mellifera er ekki innfædd í Ameríku og var ekki þar þegar fyrstu Evrópubúarnir komu þangað. Hins vegar voru aðrar býflugnategundir haldnar hjá innfæddum.[6] Um 1622 komu evrópskir innflytjendur með alibýflugur (A. m. mellifera) til Ameríku, og fljótlega þar á eftir með undirtegundina A. m. ligustica auk annarra. Margar ræktunarjurtir sem treysta á býflugur (Apis) hafa einnig verið fluttar inn síðan á nýlendutímanum. Villisvermir breiddust hratt út á sléttunum miklu, yfirleitt á undan innflytjendunum. Býflugurnar komust ekki af sjálfsdáðum yfir Klettafjöllin, heldur voru fluttar af Mormónum[7] til Utah eftir 1840 og með skipi til Kaliforníu um 1850.

Býfluga sýgur blómasafa úr blómi og frjókorn klístrast við búkinn í Tansaníu
Rammi tekinn úr Langstroth-búi

Býflugnarækt

[breyta | breyta frumkóða]

Tvær tegundir hunangsflugna, A. mellifera og A. cerana indica, eru oft ræktaðar til nytja.

Lífsferill

[breyta | breyta frumkóða]
Drottning: litaður blettur, (í þessu tilfelli gulur) er nýttur til að auðkenna drottninguna.
Býfluguegg sýnd í opnuðum hólfum
Drónapúpa
"Fæðing" brúnnar alibýflugu (A. m. mellifera)
Egg og lirfur

Eins og hjá flestum félagsskordýrum inniheldur bú eina drottningu (frjótt kvendýr); árstíðabundið allt að nokkur þúsund dróna (frjóir karlar);[8] og tugi þúsunda ófrjórra kvenkyns vinnuflugna.

Á kaldari svæðum hætta býflugurnar fæðuleit þegar hitinn fer niður fyrir 10°C og safnast saman í miðju búsins til að mynda vetrarþyrpingar (enska: "winter cluster"). Vinnubýin safnast saman í kringum drottninguna og skjálfa (til hitamyndunar) til að halda miðjunni við 27°C hita við upphaf vetrar og hækka í 34°C þegar hún byrjar aftur að verpa. Vinnubýin skiptast á að vera við miðjuna og jaðar svo engu þeirra verði of kalt. Við jaðar þyrpingarinnar fer hitinn niður í 8–9°C. Þeim mun kaldara sem verður, þeim mun þéttari verður þyrpingin. Um veturinn borða þær hunangið til að viðhalda líkamshitanum. Magn hunangs sem þær þurfa fer eftir lengd og hörku vetrar, en þörfin á tempruðum svæðum er frá 15–50 kg.[9] Að auki eru sumar tegundir, þar á meðal alibýflugur auk Apis cerana, færar um hitastjórnun að sumri eins og vetri.[10]

Tegundir Apis eru ósérhæfðir frjóvgarar og frjóvga margar tegundir plantna, en alls ekki allar plöntur. Af öllum býflugum er það aðeins A. mellifera sem hefur verið notuð í atvinnuskyni við frævun ræktunarplantna. Verðmæti þessarar þjónustu er talin hlaupa á milljörðum dollara. Býflugur safna 66 pundum (um 30 kg) af frjókornum á ári í búið. [11]

Býfluga að frjóvga blóm
Apis dorsata
Frjóvgun blóma
Bý (Apis)
Vinnubý að safna frjókornum

Býafurðir

[breyta | breyta frumkóða]

Hunang er flókinn vökvi sem er myndaður úr blómasafa og sætuefni frá plöntum (stundum í gegnum blaðlýs) og trjám, sem er safnað saman, umbreytt og geymdur í búinu sem forði. Allar núlifandi tegundir af Apis hafa verið afrændar af mönnum til neyslu, þó að til framleiðslu hafi aðeins A. mellifera og A. cerana verið nýttar að marki. Hunang hefur stundum líka verið tekið frá býflugum af öðrum ættkvíslum. Til að sækja eitt gramm þurfa þær 50 ferðir. Að baki 1 kg af hunangi liggja 15 milljón flugstundir eða 20 milljón blómaheimsóknir.

Nektar, vökvi með hátt gildi súkrósa, myndast í sérstökum kirtlum plantna (sem nefnast "nectaries" á ensku). Hann er mikilvæg orkuuppsprettu fyrir býflugur.

Vinnubý á vissum aldri mynda vax í sérstökum kirtlum á afturbol. Þær nota vaxið til að mynda veggi og hólf rammanna. Eins og með hunangið er vaxið til ýmissa nota fyrir manneskjur.

Býflugur safna frjókornum í sérstaka vasa á leggjum og bera í búið. Í búinu er frjókornið nýtt sem prótein-uppspretta. Við sumar aðstæður er hægt að safna aukafrjókorni úr búum A. mellifera og A. cerana. Það er notað til heilsubótar.

Vinnubý blanda saman frjókornum, hunangi og efni úr kirtlum sínum og láta það gerjast í römmunum til að mynda býbrauð. Brauðið er étið af vinnuflugum (eftir 3–11 daga) sem síðan mynda svonefnt drottningarhunang sem drottningin og lirfur neyta.

Propolis, eða býflugnalím, er gert úr trjásafa og balsami og resíni. Þær tegundir af býflugum sem gera sér bú í holum trjám nota propolis til að fylla í rifur í búinu. Apis florea nota propolis til að verjast maurum með því að þekja greinina sem búið hangir neðan úr með því og búa til klístraðan varnargarð. Propolis er notað af mönnum sem heilsubót á ýmsan veg og einnig notað í snyrtivörur.

Kyn og hlutverk í búi alibýflugna

Hunangsbý keppa við Bombus hortorum, humlutegund, vegna þess að þær afla fanga á sömu stöðum, á móti kemur að humlurnar eru á ferðinni að morgni, meðan hunangsbýin eru á ferðinni seinni partinn.[12]

Vitað er að býflugur eiga samskipti með mörgum mismunandi efnum og lyktarefnum, eins og er algengt hjá skordýrum, en þær nota einnig sérhæfða hegðun sem lítur út eins og dans til að tjá sig um gæði og gerð mataruppsprettu, og hvar hún er staðsett. Breytilegt er á milli tegunda hvernig þær tjá sig.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Douglas Harper (2006). „Online Etymology Dictionary“. Sótt 27. febrúar 2016.
  2. 2,0 2,1 2,2 Maria C. Arias; Walter S. Sheppard (2005). „Phylogenetic relationships of honey bees (Hymenoptera:Apinae:Apini) inferred from nuclear and mitochondrial DNA sequence data“. Molecular Phylogenetics and Evolution. 37 (1): 25–35. doi:10.1016/j.ympev.2005.02.017. PMID 16182149.
    Maria C. Arias; Walter S. Sheppard (2005). „Corrigendum to "Phylogenetic relationships of honey bees (Hymenoptera:Apinae:Apini) inferred from nuclear and mitochondrial DNA sequence data"“. Molecular Phylogenetics and Evolution. 40 (1): 315. doi:10.1016/j.ympev.2006.02.002.
  3. 3,0 3,1 Wongsiri, S., et al. "Comparative biology of Apis andreniformis and Apis florea in Thailand." Bee World 78.1 (1997): 23-35.
  4. Nathan Lo, Rosalyn S. Gloag, Denis L. Anderson & Benjamin P. Oldroyd (2009). „A molecular phylogeny of the genus Apis suggests that the Giant Honey Bee of the Philippines, A. breviligula Maa, and the Plains Honey Bee of southern India, A. indica Fabricius, are valid species“. Systematic Entomology. 35 (2): 226–233. doi:10.1111/j.1365-3113.2009.00504.x.
  5. Michael S. Engel (1999). „The taxonomy of recent and fossil honey bees (Hymenoptera: Apidae: Apis)“. Journal of Hymenoptera Research. 8: 165–196.
  6. Charles F. Calkins, "Beekeeping in Yucatán: A Study in Historical-Cultural Zoogeography (PhD diss., University of Nebraska, 1974), as quoted in Crane, World History of Beekeeping, p. 292. Calkins cites the original translated source as Hernán Cortés, Letters of Cortés: The Five Letters of Relation from Fernando Cortes to the Emperor Charles V, trans. and ed. Francis A. MacNutt (New York: Putnam, 1908), 1:145.
  7. Horn, Bees in America, p. 80–81. http://maxwellinstitute.byu.edu/publications/review/?vol=20&num=1&id=694#_ednref30 Geymt 30 júlí 2013 í Wayback Machine
  8. James L. Gould & Carol Grant Gould (1995). The Honey Bee. Scientific American Library. bls. 19. ISBN 978-0-7167-6010-8.
  9. „What do bees do in the winter?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 mars 2016. Sótt 12. mars 2016.
  10. Oldroyd, Benjamin P.; Wongsiri, Siriwat (2006). Asian Honey Bees (Biology, Conservation, and Human Interactions). Cambridge, Massachusetts and London, England: Harvard University Press.ISBN 0674021940.
  11. Back Yard Beekeepers Association. "Facts about Honeybees." http://backyardbeekeepers.com/wp/honeybee-facts/ Geymt 17 apríl 2016 í Wayback Machine
  12. Thompson, Helen; Hunt, Lynn (1999). „Extrapolating from Honeybees to Bumblebees in Pesticide Risk Assessment“. Ecotoxicology: 147–166.

Viðbótar lesning

[breyta | breyta frumkóða]
  • Adam, Brother. In Search of the Best Strains of Bees. Hebden Bridge, W. Yorks: Northern Bee Books, 1983.
  • Adam, Brother. Bee-keeping at Buckfast Abbey. Geddington, Northants: British Bee Publications, 1975.
  • Aldersey-Williams, H. Zoomorphic: New Animal Architecture. London: Laurence King Publishing, 2003.
  • Alexander, P. Rough Magic: A Biography of Sylvia Plath. New York: Da Capo Press, 2003.
  • Allan, M. Darwin and his flowers. London: Faber & Faber, 1977.
  • Alston, F. Skeps, their History, Making and Use. Hebden Bridge, W. Yorks: Northern Bee Books, 1987.
  • Barrett, P. The Immigrant Bees 1788 to 1898, 1995.
  • Barrett, P. William Cotton.
  • Beuys, J. Honey is Flowing in All Directions. Heidelberg: Edition Staeck, 1997.
  • Bevan, E. The Honey-bee: Its Natural History, Physiology and Management. London: Baldwin, Cradock & Joy, 1827.
  • Bill, L. For the Love of Bees. Newton Abbot, Devon: David & Charles, 1989.
  • Bodenheimer, F.S. Insects as Human Food The Hague: Dr. W. Junk, 1951.
  • Brothwell, D., Brothwell, P. Food in Antiquity. London: Thames & Hudson, 1969.
  • Engel, Michael S. & Grimaldi, David (2005): Evolution of the Insects. Cambridge University Press.
  • Kak, Subhash C. (1991): The Honey Bee Dance Language Controversy. The Mankind Quarterly Summer 1991: 357–365. HTML fulltext Geymt 28 febrúar 2008 í Wayback Machine
  • Lanman, Connor H. The Plight of the Bee: The Ballad of Man and Bee. San Francisco, 2008.
  • Lindauer, Martin (1971): Communication among social bees. Harvard University Press.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.