[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Abies beshanzuensis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abies beshanzuensis
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. beshanzuensis

Tvínefni
Abies beshanzuensis
M.H.Wu
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti

Abies fabri subsp. beshanzuensis (M.H.Wu) Silba

Abies beshanzuensis (á ensku: Baishanzu fir, Baishan fir) er tegund af þin. Hann er einlendur í Kína, nánar tiltekið Baishanzu Shan í Suður-Zhejiang héraði í Austur-Kína, þar sem hann vex í 1850 metra hæð og stafar ógn af söfnun og loftslagsbreytingum].[2][3][4] Útbreiðslan er innan náttúruverndarsvæðisinsFengyangshan – Baishanzu. Abies beshanzuensis er skráður í útrýmingarhættu á válista IUCN.[1]

Hann var uppgötvaður árið 1963 á tindi fjallsins Baishanzu Shan (1.857 m), þar sem einungis sjö tré fundust. Þrjú þeirra voru grafin upp og flutt til Beijing Botanical Garden, þar sem þau drápust. Um 1987 voru aðeins þrjú tré þekkt í náttúrunni, sem gerir hann þennan þin að sjaldgæfasta barrtré í heimi.[5] Nýjar útplantanir með ágræðslu á Baishanzu Shan og öðrum nálægum stöðum hafa skilað nokkrum árangri, en tegundin er enn í útrýmingarhættu.[3]

Þetta er 15 til 17 metra hátt tré, með breiða keilulaga krónu og bol að 80 cm metra þvermáli. Sprotarnir eru gildir, fölgulbrúnir, hárlausir eða lítið eitt hærðir. Barrið er nálarlaga, 1,5 til 4 cm langt og 2,5 til 3,5 mm breitt, skærgrænt að ofan, og með tveimur hvítum loftaugarásum að neðan. Könglarnir eru mjó-sívalir til keilulaga, skærgrænir meðan þeir eru óþroskaðir, en þroskaðir eru þeir fölgulbrúnir, 6 til 12 cm langir og 3 til 4 cm breiðir, með útstæðar og aftursveigðar hreisturblöðkur.[2][3]

Þessi þinur er náskyldur Abies firma frá Suður-Japan og er stundum skipað með honum einum í undirættkvíslina Abies subsect. Firmae.[2][3] Sumir grasafræðingar telja tegundina Abies ziyuanensis til Abies beshanzuensis sem undirtegund,[6] en aðrir setja setja þá tegund í aðra undirættkvísl, Abies subsect. Holophyllae.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Yang, Y.; Zhang, D; Luscombe, D; Liao, W.; Farjon, A.; Katsuki, T.; Xiang, Q. & Li, N. (2010). Abies beshanzuensis. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 4. janúar 2014.
  2. 2,0 2,1 2,2 Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm. ISBN 0-7470-2801-X.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books. ISBN 3-87429-298-3.
  4. Liguo Fu; Nan Li; Thomas S. Elias & Robert R. Mill. Abies beshanzuensis var. beshanzuensis. Flora of China. Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA. Sótt 25. september 2012.
  5. Dudley, T. R. (1988). „Chinese firs, particularly Abies beshanzuensis“. 5. American Conifer Society Bulletin: 84–93.
  6. Liguo Fu; Nan Li; Thomas S. Elias & Robert R. Mill. Abies beshanzuensis var. ziyuanensis . Flora of China. Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA. Sótt 25. september 2012.


  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.