[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Thomas Nast

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Thomas Nast (1896)

Thomas Nast (27. september 18407. desember 1902) var bandarískur skopmyndateiknari og dagblaðateiknari af þýskum ættum. Hann er oft talinn faðir bandarískra teiknimynda og myndir hans höfðu mikil áhrif. Hann gagnrýndi í teikningum sínum stjórnmálamanninn "Boss" Tweed og kosningamaskínu flokksins sem kölluð var Tammary Hall. Nast er líka talinn hafa skapað nútíma ímynd bandaríska jólasveinsins Santa Claus (ímynd sem var byggð á þýska vættunum Sankt Nikolaus og Weihnachtsmann). Nast bjó einnig til táknið fíll fyrir Repúblikanaflokkinn. Nast bjó hins vegar ekki til táknið Sámur frændi (Uncle Sam) sem var ímynd bandarísku stjórnarinnar í líki karls og ekki heldur táknið Columbia sem var tákn bandarískra gilda í kvenlíki og ekki ímynd Demókrataflokksins sem asna. Hann nýtti hins vegar þessi tákn í skopmyndum sínum. Nast teiknaði fyrir tímaritið Harper's Weekly frá 1859 til 1860 og frá 1862 til 1886.