[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

La Palma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Lega eyjunnar.
Kort.
Gervihnattamynd af La Palma.
Skógar kanaríeyjafuru.

La Palma (einnig þekkt sem San Miguel de La Palma) er norðvestust Kanaríeyja. Stærð hennar er 706 ferkílómetrar og eru íbúar um 86.000. Santa Cruz de la Palma er höfuðstaðurinn en stærri þéttbýlisstaður er Los Llanos de Aridane.

Hæsti punktur eyjunnar er Roque de los Muchachos; 2.426 metrar að hæð (annar hæsti punktur eyjanna á eftir Teide-fjalllendinu). Banana-, vínviðar- og avókadórækt er meðal mikilvægra landbúnaðargreina.

Caldera de Taburiente-þjóðgarðurinn er meðal fjögurra þjóðgarða á Kanaríeyjum. Þjóðgarðurinn samanstendur af öskju sem er 9 km. breið og 1500 metra djúp. Askjan myndaðist fyrir um hálfri milljón ára þegar Taburiente-eldfjallið féll saman. Frá því að Spánverjar tóku yfir eyjuna hefur gosið á mismunandi stöðum átta sinnum.

Kanaríeyjafura (Pinus canariensis) myndar stóra skóga á La Palma. Nokkrar tegundir eðla og fugla eru einlendar á eyjunni.

Saga

Eldgos 2021

Þann 19. september 2021 hófst eldgos á sprungu á suðurhluta eyjunnar, í Cubre Vieja eldfjallinu sem gaus síðast 1949. Hins vegar gaus síðast á eyjunni í Teneguía árið 1971. Yfir 7000 manns urðu að yfirgefa heimili sín og um 3.000 hús eyðilögðust vegna hraunstraums. Eldgosið færðist í aukana með tímanum og gaus úr 5 sprungum. Hraunið rann til sjávar 28. september og myndaði nýjan skaga. Á jóladag var lýst yfir lokum gossins.

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar lofaði að tryggja húsnæði fyrir þá sem misstu hús sín.

Sveitarfélög

Eyjan er hluti af héraðinu Santa Cruz de Tenerife og skiptist í 14 sveitarfélög:

  • Barlovento
  • Breña Alta
  • Breña Baja
  • El Paso
  • Fuencaliente de La Palma
  • Garafía
  • Los Llanos de Aridane
  • Puntagorda
  • Puntallana
  • San Andrés y Sauces
  • Santa Cruz de la Palma
  • Tazacorte
  • Tijarafe
  • Villa de Mazo

Heimild