[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Jón Baldvinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Baldvinsson forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Alþýðuflokksins 1926-1938

Jón Baldvinsson (fæddur 20. desember 1882 á Strandseljum við Ísafjarðardjúp, dáinn 17. mars 1938) var íslenskur stjórnmálamaður.

Jón stundaði prentnám í Prentsmiðju Þjóðviljans á Ísafirði og á Bessastöðum árin 18971901 og starfaði svo sem prentari á Bessastöðum árin 19011905 og í Gutenberg í Reykjavík 19051918 og var formaður Hins íslenska prentarafélags 19131914. Hann var forstjóri Alþýðubrauðgerðarinnar í Reykjavík 19181930 og bankastjóri Útvegsbankans frá 1930 til æviloka en hafði setið Í bankaráði Landsbankans 19281930.

Jón var forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Alþýðuflokksins árin 19161938. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík 19181924. Jón sat á Alþingi fyrir Reykvíkinga 19201926 en var landskjörinn þingmaður 19261938 Árin 19331938 var hann forseti sameinaðs þings. Jón var fyrsti flutningsmaður að frumvarpi til laga um hvíld sjómanna, sem voru kölluð vökulögin.